Engin kreppa á toppnum Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2007 00:01 Sölumenn B&L spá því að BMW X6 verði næsta uppáhald íslenskra bílaunnenda. Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum. Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum.
Héðan og þaðan Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent