Börn og dagheimili Jónína Michaelsdóttir skrifar 30. október 2007 00:01 Ef börn undir þriggja ára aldri eru látin vera á dagheimilum alla virka daga getur það haft áhrif á geðheilsu þeirra þegar fram líða stundir. Þau gætu orðið árásargjörn, þunglynd og átt erfitt með að mynda tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna ótvírætt að fyrstu tvö árin þroskast heilastarfsemin best með því að barnið sé í umsjá einnar manneskju. Geti annað hvort foreldrið ekki komið því við að annast það, er best að fá náinn ættingja sem er treystandi til að annast barnið eða ráða til þess hæfa barnfóstru. En fyrsta árið ætti það skilyrðislaust að vera í umsjá foreldris. Þetta er inntakið í bókinni Raising Babies - Should under 3s go to Nursery? sem kom út í Bretlandi snemma á síðasta ári. Höfundur bókarinnar er sálfræðingur að nafni Steve Biddulph sem hefur stundað rannsóknir á uppeldi og atferli ungra barna í þrjá áratugi og skrifað um það bækur sem selst hafa í milljónum eintaka í Bretlandi. Biddulph var á árum áður mikill hvatamaður þess að foreldrar hefðu aðgang að góðum dagheimilum og lagði sitt af mörkum til uppbyggingar þeirra. Boðskapur bókarinnar gengur því þvert á fyrri kenningar hans. Steve Biddulph stundaði í fimm ár rannsóknir á börnum sem dvöldu daglangt í umsjá fóstra á dagheimilum og komst að framangreindri niðurstöðu. Hann hikaði lengi við að greina frá henni. Vissi að henni yrði ekki fagnað í nútíma samfélagi. En þegar rannsóknir hans staðfestu æ betur fyrri niðurstöðu, sem og niðurstöður kollega hans í Bretlandi og Bandaríkjunum, ákvað hann að skrifa þessa bók og kynna efni hennar. Hann segir meðal annars að vist barna á dagvistarheimilum sé svo vel markaðssett að foreldrar séu farnir að trúa því að þeir séu ekki eins góðir uppalendur og fagfólkið á þessum heimilum. Einnig sé svo komið í lífsgæðakapphlaupinu að fólk hafi ekki lengur efni á að annast sín eigin börn. Misvitrir foreldrarBókin lýsir skoðunum og reynslu sálfræðingsins Steve Biddulph og sjálfsagt að taka henni með fyrirvara eins og öðru, en það má líka velta fyrir sér innihaldi hennar og ræða það.Öll börn sem eru að vaxa úr grasi í mínu umhverfi hafa verið á dagheimilum eða hjá dagmæðrum og síðan í leikskólum. Allt eru þetta sjálfstæðir, heilbrigðir og dugmiklir krakkar þó að þessi tilhögun eigi augljóslega betur við sum börn en önnur. Það er hins vegar undantekning ef það er boðið upp á annað.Áður fyrr voru vissir fordómar gagnvart mæðrum sem unnu utan heimilis. Síðan var skipt um fordóma og nú beinast þeir gjarnan að þeim sem kjósa að vinna heima hjá sér. Á sínum tíma var reifuð sú hugmynd hjá Reykjavíkurborg að foreldri sem kysi fremur að sjá um barn sitt sjálft en senda það á dagheimili fyrstu árin fengi greidda þá upphæð sem hið opinbera greiðir með hverju barni í dagvist, sem gat munað um ef börnin voru tvö eða þrjú. Þá stóð upp áhrifakona í stjórnmálum og sagði með þjósti að það kæmi ekki til greina að trúa misvitrum foreldrum fyrir slíku fyrirkomulagi. Og þar við sat.Njóta börn forgangs á Íslandi?Í íslensku samfélagi þar sem menn tjá sig um hvað sem er og opna sig um viðkvæmustu mál í fjölmiðlum eru samt alltaf einhver mál sem menn veigra sér við að ræða. Þetta er eitt af þeim. Sé því einhvers staðar hreyft, einkum í hópi ungra foreldra, að það kunni að eiga misvel við börn að vera á dagheimilum, eða að þau séu þar lengur á daginn en æskilegt verður að telja, getur lagst slík þögn yfir herbergið að tíminn nemur staðar. Þetta er högg undir beltisstað. Þetta er árás á frelsi og jafnrétti kvenna. Þetta er atlaga að samvisku ungra foreldra, tilraun til að koma inn hjá þeim samviskubiti.Þekkt fjölmiðlakona var í viðtali fyrir skömmu og ein spurningin hafði aðdraganda sem var eitthvað á þessa leið: „Þú hefur sagt opinberlega að börn nytu ekki forgangs á Íslandi og ég hef heyrt í mörgum sem skilja þetta svo að þú sért ekki jafnréttissinni og viljir konurnar inn á heimilin aftur."Þetta eru athyglisverð viðbrögð. Ég tel að íslenskir foreldrar hugsi almennt vel um börn sín, njóti samvista við þau, og tali meira við þau en kannski var gert áður þegar samvera var sjálfsögð alla daga. En það kemur mér verulega á óvart ef einhver er þeirrar skoðunar að börn njóti forgangs hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ef börn undir þriggja ára aldri eru látin vera á dagheimilum alla virka daga getur það haft áhrif á geðheilsu þeirra þegar fram líða stundir. Þau gætu orðið árásargjörn, þunglynd og átt erfitt með að mynda tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna ótvírætt að fyrstu tvö árin þroskast heilastarfsemin best með því að barnið sé í umsjá einnar manneskju. Geti annað hvort foreldrið ekki komið því við að annast það, er best að fá náinn ættingja sem er treystandi til að annast barnið eða ráða til þess hæfa barnfóstru. En fyrsta árið ætti það skilyrðislaust að vera í umsjá foreldris. Þetta er inntakið í bókinni Raising Babies - Should under 3s go to Nursery? sem kom út í Bretlandi snemma á síðasta ári. Höfundur bókarinnar er sálfræðingur að nafni Steve Biddulph sem hefur stundað rannsóknir á uppeldi og atferli ungra barna í þrjá áratugi og skrifað um það bækur sem selst hafa í milljónum eintaka í Bretlandi. Biddulph var á árum áður mikill hvatamaður þess að foreldrar hefðu aðgang að góðum dagheimilum og lagði sitt af mörkum til uppbyggingar þeirra. Boðskapur bókarinnar gengur því þvert á fyrri kenningar hans. Steve Biddulph stundaði í fimm ár rannsóknir á börnum sem dvöldu daglangt í umsjá fóstra á dagheimilum og komst að framangreindri niðurstöðu. Hann hikaði lengi við að greina frá henni. Vissi að henni yrði ekki fagnað í nútíma samfélagi. En þegar rannsóknir hans staðfestu æ betur fyrri niðurstöðu, sem og niðurstöður kollega hans í Bretlandi og Bandaríkjunum, ákvað hann að skrifa þessa bók og kynna efni hennar. Hann segir meðal annars að vist barna á dagvistarheimilum sé svo vel markaðssett að foreldrar séu farnir að trúa því að þeir séu ekki eins góðir uppalendur og fagfólkið á þessum heimilum. Einnig sé svo komið í lífsgæðakapphlaupinu að fólk hafi ekki lengur efni á að annast sín eigin börn. Misvitrir foreldrarBókin lýsir skoðunum og reynslu sálfræðingsins Steve Biddulph og sjálfsagt að taka henni með fyrirvara eins og öðru, en það má líka velta fyrir sér innihaldi hennar og ræða það.Öll börn sem eru að vaxa úr grasi í mínu umhverfi hafa verið á dagheimilum eða hjá dagmæðrum og síðan í leikskólum. Allt eru þetta sjálfstæðir, heilbrigðir og dugmiklir krakkar þó að þessi tilhögun eigi augljóslega betur við sum börn en önnur. Það er hins vegar undantekning ef það er boðið upp á annað.Áður fyrr voru vissir fordómar gagnvart mæðrum sem unnu utan heimilis. Síðan var skipt um fordóma og nú beinast þeir gjarnan að þeim sem kjósa að vinna heima hjá sér. Á sínum tíma var reifuð sú hugmynd hjá Reykjavíkurborg að foreldri sem kysi fremur að sjá um barn sitt sjálft en senda það á dagheimili fyrstu árin fengi greidda þá upphæð sem hið opinbera greiðir með hverju barni í dagvist, sem gat munað um ef börnin voru tvö eða þrjú. Þá stóð upp áhrifakona í stjórnmálum og sagði með þjósti að það kæmi ekki til greina að trúa misvitrum foreldrum fyrir slíku fyrirkomulagi. Og þar við sat.Njóta börn forgangs á Íslandi?Í íslensku samfélagi þar sem menn tjá sig um hvað sem er og opna sig um viðkvæmustu mál í fjölmiðlum eru samt alltaf einhver mál sem menn veigra sér við að ræða. Þetta er eitt af þeim. Sé því einhvers staðar hreyft, einkum í hópi ungra foreldra, að það kunni að eiga misvel við börn að vera á dagheimilum, eða að þau séu þar lengur á daginn en æskilegt verður að telja, getur lagst slík þögn yfir herbergið að tíminn nemur staðar. Þetta er högg undir beltisstað. Þetta er árás á frelsi og jafnrétti kvenna. Þetta er atlaga að samvisku ungra foreldra, tilraun til að koma inn hjá þeim samviskubiti.Þekkt fjölmiðlakona var í viðtali fyrir skömmu og ein spurningin hafði aðdraganda sem var eitthvað á þessa leið: „Þú hefur sagt opinberlega að börn nytu ekki forgangs á Íslandi og ég hef heyrt í mörgum sem skilja þetta svo að þú sért ekki jafnréttissinni og viljir konurnar inn á heimilin aftur."Þetta eru athyglisverð viðbrögð. Ég tel að íslenskir foreldrar hugsi almennt vel um börn sín, njóti samvista við þau, og tali meira við þau en kannski var gert áður þegar samvera var sjálfsögð alla daga. En það kemur mér verulega á óvart ef einhver er þeirrar skoðunar að börn njóti forgangs hér á landi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun