Neníta á netinu Einar Már Jónsson skrifar 21. nóvember 2007 00:01 Fyrir allnokkru kom til mín vinur minn A., organisti og eplabóndi með meiru, og sagði farir sínar ekki sléttar. Í einni af einverustundum lífsins hafði hann álpast inn á netið og komist þar í samband við Nenítu nokkra á Filippseyjum, sem bar sig aumlega. Hún sagðist vera ekkja eftir háttsettan stjórnmálamann, en eftir dauða mannsins hefði fjölskylda hans leikið hana grátt, hirt af henni nánast allar eigurnar, svo ekki væri annað eftir en stór og mikil kista, full af verðbréfum. Þessari kistu þyrfti hún að koma úr landi sem allra fyrst, en til þess skorti hana fé. Gæti A. ekki verið svo hjartagóður að leysa hana úr þessum vanda, hann fengi það ríkulega endurgreitt af þeim miklu verðmætum sem í kistunni væru? Ekki er að orðlengja það, að vinur minn A. brást riddaralega við bónum þessarar ungu konu í nauðum. Hann borgaði fyrst flutningskostnað fyrir kistuna, síðan tollgjöld margvísleg, geymslukostnað á ýmsum stöðum, og urðu upphæðirnar sífellt hærri. Á þennan hátt komst kistan til Abidjan og þaðan til Madrid en strandaði þar af einhverjum ástæðum, það þurfti enn meiri peninga til að flytja hana áfram. Vinur minn A. fékk þau boð að hann gæti komið til Madrid og fengið að sjá kistuna, og það gerði hann. Menn sem sögðust vera diplómatar frá Fílabeinsströndinni tóku á móti honum og opnuðu kistuna, sem reyndist þó ekki full af verðbréfum heldur dollaraseðlum.Gildran lögð í MadrídSvo var að sjá að þetta væru ómæld verðmæti og þá var næsta skrefið hjá vini mínum A., sem var búinn með allt sitt sparifé, að veðsetja íbúðina til að borga það sem á vantaði til að koma þeim alla leið til Parísar. En áður en hann sté það skref nefndi hann málið við lífsreyndan kunningja sinn, sem brást hart við um leið og hann heyrði borgarnafnið „Abidjan": „Það er ekki góð lykt af þessu," sagði hann. Þá fór eplabóndinn að hugsa sinn gang, hann leitaði aftur inn á netið, á einhverja síðu sem nefndist „netsvindl", og fann þar allan sannleikann um „Nenítu", sem hét ýmsum nöfnum og var frá ýmsum löndum, en skrifaði jafnan sömu bréfin. Augu hans opnuðust nú upp á gátt og hann leitaði til lögfræðings í Madrid en sá hafði svo samband við þarlenda lögreglu.Stungið var upp á því að leggja gildru fyrir þrjótana: skyldi vinur minn A. koma aftur til Madrid undir því yfirskyni að hann væri með peningana, en þá myndi lögreglan skerast í leikinn og góma þá sem kæmu að sækja þá. En A. var á báðum áttum. Ég leit á hann og fannst hann varla þesslegur að fara að leika James Bond í Madrid, svo ég réð honum eindregið frá þessu, peningarnir sem hann hefði þegar borgað væru sennilega glataðir hvort sem væri.En vinur minn A. hlýddi ekki ráðum mínum, sem betur fór fyrir Réttvísina. Eins og ráðgert var, fékk hann sér herbergi á tilteknu hóteli í Madrid, tók sér svo stöðu á barnum með stresstösku og beið þar. Svo komu „diplómatarnir", flóttalegir á svip og héldu í humátt á eftir honum upp á herbergið, en um leið og þeir komu í dyrnar, stökk spænska lögreglan á þá og greip þá án nokkurra sérstakra vettlingataka. Þeir fengu nú vist í steininum, en höfuðpaurinn náðist ekki, og enn hefur ekkert spurst til auranna.Safía í ParísSíðan þetta gerðist er nokkur tími liðinn og hefur vinur minn A. litlar fréttir fengið af framhaldi málsins. Það rifjaðist þó upp fyrir mér aftur, því nýlega hermdu fréttir að mál af nákvæmlega sama tagi hefði komið fyrir rétt í París. Munurinn var sá einn að „Neníta" hét þar „Safía", var alsírsk en starfaði í Írak, þar sem hún hafði fengið mikinn arf, 17 milljónir dollara. Peningakistan komst alla leið til Parísar, en seðlarnir höfðu verið litaðir svartir, að sögn til að auðveldara væri að lauma þeim gegnum tollinn. Þegar settar voru upp 48 þús. evrur fyrir mjög svo bókstaflegt peningaþvætti, rankaði fórnarlambið loksins við sér og fór þá svipaða leið og vinur minn A.Nú má lesa í sögum að það sé ekki einsdæmi að ævintýrakonur af ýmsu tagi hafi haft fé út úr mönnum fyrr og síðar, en þær voru af holdi og blóði og höfðu ýmislegt það til brunns að bera sem rafrænar „Nenítur" og „Safíur" hafa af eðlilegum ástæðum ekki. Því er það nokkurt umhugsunarefni hvernig einhver Net-Neníta getur haft svo römm áhrif á vitiborna menn að þeir afklæðist allri skynsemi og standi berir og varnarlausir andspænis skjánum. Kannske er það rétt sem einhver sagði að með allri þessari nýju tækni komi einnig fram nýir menn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun
Fyrir allnokkru kom til mín vinur minn A., organisti og eplabóndi með meiru, og sagði farir sínar ekki sléttar. Í einni af einverustundum lífsins hafði hann álpast inn á netið og komist þar í samband við Nenítu nokkra á Filippseyjum, sem bar sig aumlega. Hún sagðist vera ekkja eftir háttsettan stjórnmálamann, en eftir dauða mannsins hefði fjölskylda hans leikið hana grátt, hirt af henni nánast allar eigurnar, svo ekki væri annað eftir en stór og mikil kista, full af verðbréfum. Þessari kistu þyrfti hún að koma úr landi sem allra fyrst, en til þess skorti hana fé. Gæti A. ekki verið svo hjartagóður að leysa hana úr þessum vanda, hann fengi það ríkulega endurgreitt af þeim miklu verðmætum sem í kistunni væru? Ekki er að orðlengja það, að vinur minn A. brást riddaralega við bónum þessarar ungu konu í nauðum. Hann borgaði fyrst flutningskostnað fyrir kistuna, síðan tollgjöld margvísleg, geymslukostnað á ýmsum stöðum, og urðu upphæðirnar sífellt hærri. Á þennan hátt komst kistan til Abidjan og þaðan til Madrid en strandaði þar af einhverjum ástæðum, það þurfti enn meiri peninga til að flytja hana áfram. Vinur minn A. fékk þau boð að hann gæti komið til Madrid og fengið að sjá kistuna, og það gerði hann. Menn sem sögðust vera diplómatar frá Fílabeinsströndinni tóku á móti honum og opnuðu kistuna, sem reyndist þó ekki full af verðbréfum heldur dollaraseðlum.Gildran lögð í MadrídSvo var að sjá að þetta væru ómæld verðmæti og þá var næsta skrefið hjá vini mínum A., sem var búinn með allt sitt sparifé, að veðsetja íbúðina til að borga það sem á vantaði til að koma þeim alla leið til Parísar. En áður en hann sté það skref nefndi hann málið við lífsreyndan kunningja sinn, sem brást hart við um leið og hann heyrði borgarnafnið „Abidjan": „Það er ekki góð lykt af þessu," sagði hann. Þá fór eplabóndinn að hugsa sinn gang, hann leitaði aftur inn á netið, á einhverja síðu sem nefndist „netsvindl", og fann þar allan sannleikann um „Nenítu", sem hét ýmsum nöfnum og var frá ýmsum löndum, en skrifaði jafnan sömu bréfin. Augu hans opnuðust nú upp á gátt og hann leitaði til lögfræðings í Madrid en sá hafði svo samband við þarlenda lögreglu.Stungið var upp á því að leggja gildru fyrir þrjótana: skyldi vinur minn A. koma aftur til Madrid undir því yfirskyni að hann væri með peningana, en þá myndi lögreglan skerast í leikinn og góma þá sem kæmu að sækja þá. En A. var á báðum áttum. Ég leit á hann og fannst hann varla þesslegur að fara að leika James Bond í Madrid, svo ég réð honum eindregið frá þessu, peningarnir sem hann hefði þegar borgað væru sennilega glataðir hvort sem væri.En vinur minn A. hlýddi ekki ráðum mínum, sem betur fór fyrir Réttvísina. Eins og ráðgert var, fékk hann sér herbergi á tilteknu hóteli í Madrid, tók sér svo stöðu á barnum með stresstösku og beið þar. Svo komu „diplómatarnir", flóttalegir á svip og héldu í humátt á eftir honum upp á herbergið, en um leið og þeir komu í dyrnar, stökk spænska lögreglan á þá og greip þá án nokkurra sérstakra vettlingataka. Þeir fengu nú vist í steininum, en höfuðpaurinn náðist ekki, og enn hefur ekkert spurst til auranna.Safía í ParísSíðan þetta gerðist er nokkur tími liðinn og hefur vinur minn A. litlar fréttir fengið af framhaldi málsins. Það rifjaðist þó upp fyrir mér aftur, því nýlega hermdu fréttir að mál af nákvæmlega sama tagi hefði komið fyrir rétt í París. Munurinn var sá einn að „Neníta" hét þar „Safía", var alsírsk en starfaði í Írak, þar sem hún hafði fengið mikinn arf, 17 milljónir dollara. Peningakistan komst alla leið til Parísar, en seðlarnir höfðu verið litaðir svartir, að sögn til að auðveldara væri að lauma þeim gegnum tollinn. Þegar settar voru upp 48 þús. evrur fyrir mjög svo bókstaflegt peningaþvætti, rankaði fórnarlambið loksins við sér og fór þá svipaða leið og vinur minn A.Nú má lesa í sögum að það sé ekki einsdæmi að ævintýrakonur af ýmsu tagi hafi haft fé út úr mönnum fyrr og síðar, en þær voru af holdi og blóði og höfðu ýmislegt það til brunns að bera sem rafrænar „Nenítur" og „Safíur" hafa af eðlilegum ástæðum ekki. Því er það nokkurt umhugsunarefni hvernig einhver Net-Neníta getur haft svo römm áhrif á vitiborna menn að þeir afklæðist allri skynsemi og standi berir og varnarlausir andspænis skjánum. Kannske er það rétt sem einhver sagði að með allri þessari nýju tækni komi einnig fram nýir menn.