Dónaskapur að aka um á bíl með biluð ljós Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2007 08:00 Jón hefur áralanga reynslu í ljósastillingum. Fréttablaðið/Vilhelm Ljósin á bílnum eru eitt af þýðingarmestu öryggistækjum hans, ekki síst í skammdeginu þegar myrkur er meirihluta sólarhringsins. Hér eru nokkur heilræði ljósastillingarmanns. „Ljósin á bílnum eru á ábyrgð ökumanns og einskis annars, eins og annar búnaður bílsins. Í bókinni sem við lærum í fyrir bílprófið stendur að ökumaður eigi að ganga í kringum bílinn áður en hann ekur af stað og aðgæta hvort öll öryggistæki séu í lagi og þar á meðal ljósin. Það er hreinn dónaskapur að aka um með biluð og vanstillt ljós,“ segir Jón Brynjólfsson, verkstæðisformaður í Ljósaskoðun og stillingu í Hátúni 2. Hann kveðst oft fá bíla á verkstæðið með perum sem snúi öfugt en ítrekar að stilling ljósanna skipti miklu máli fyrir ökumanninn sjálfan. „Ef ljósin lýsa of mikið niður þá sér ökumaðurinn ekki fram fyrir sig og ef þau beinast of mikið upp lýsa þau honum ekki neitt en blinda þá sem hann mætir,“ segir hann. Hann nefnir líka hæðarstilli á ljósum margra bíla og lýsir tilgangi hans. „Ef skottið á bílnum er hlaðið þá sígur hann niður að aftan en framendinn fer upp. Þá er ætlast til að menn lækki ljósin handvirkt. Margir vita hins vegar ekki hvað þessi takki gerir og fikta í honum að óþörfu. En ef menn leggja upp að vegg þá sjá þeir hvert ljósin vísa.“ Jón bendir á sá sem mæti bíl með einu ljósi geti haldið að þar sé mótorhjól á ferð og bætir við að oftar þurfi að skipta um perur í bílum sem séu farnir að eldast en nýrri bílunum. „Ef perurnar hafa ekki verið í lagi í einhvern tíma þá er perustæðið oft ónýtt, það kemst raki í það og það ryðgar og skemmist. Það er nefnilega hitinn frá perunni sem heldur ljósabúnaðinum þurrum,“ segir hann. Allir bílavarahlutir hafa hækkað í verði og þar á meðal perur. „Við erum með perur í dag sem kosta yfir tvö þúsund krónur og algengt verð á þeim er 1.500 til 2.000 krónur,“ segir Jón. Á tímabili var skylda að fara með bílinn í ljósastillingu áður en hann fór í skoðun. Síðan tóku skoðunarstöðvarnar að sér ljósastillingarnar en hafa ýtt því frá sér aftur. Starfsmenn bensínstöðva og smurstöðva skipta oft um perur fyrir viðskiptavini sína en átta sig ekki alltaf á hversu vandasamt það er. „Menn gera þetta vafalaust eins vel og þeir geta en hafa hvorki þekkingu, tæki né aðstöðu til þess,“ segir Jón. „Oft er nefnilega mjög erfitt að skipta um perur. Stundum þarf að taka ljósin hreinlega úr og á sumum bílum þarf að fjarlægja rafgeyminn til að komast að þeim,“ segir hann og bætir við að lokum: „Það sem einu sinni tók tíu mínútur er orðin viðgerð sem tekur klukkutíma og það þýðir að menn verða að skilja bílana eftir.“ Bílar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Ljósin á bílnum eru eitt af þýðingarmestu öryggistækjum hans, ekki síst í skammdeginu þegar myrkur er meirihluta sólarhringsins. Hér eru nokkur heilræði ljósastillingarmanns. „Ljósin á bílnum eru á ábyrgð ökumanns og einskis annars, eins og annar búnaður bílsins. Í bókinni sem við lærum í fyrir bílprófið stendur að ökumaður eigi að ganga í kringum bílinn áður en hann ekur af stað og aðgæta hvort öll öryggistæki séu í lagi og þar á meðal ljósin. Það er hreinn dónaskapur að aka um með biluð og vanstillt ljós,“ segir Jón Brynjólfsson, verkstæðisformaður í Ljósaskoðun og stillingu í Hátúni 2. Hann kveðst oft fá bíla á verkstæðið með perum sem snúi öfugt en ítrekar að stilling ljósanna skipti miklu máli fyrir ökumanninn sjálfan. „Ef ljósin lýsa of mikið niður þá sér ökumaðurinn ekki fram fyrir sig og ef þau beinast of mikið upp lýsa þau honum ekki neitt en blinda þá sem hann mætir,“ segir hann. Hann nefnir líka hæðarstilli á ljósum margra bíla og lýsir tilgangi hans. „Ef skottið á bílnum er hlaðið þá sígur hann niður að aftan en framendinn fer upp. Þá er ætlast til að menn lækki ljósin handvirkt. Margir vita hins vegar ekki hvað þessi takki gerir og fikta í honum að óþörfu. En ef menn leggja upp að vegg þá sjá þeir hvert ljósin vísa.“ Jón bendir á sá sem mæti bíl með einu ljósi geti haldið að þar sé mótorhjól á ferð og bætir við að oftar þurfi að skipta um perur í bílum sem séu farnir að eldast en nýrri bílunum. „Ef perurnar hafa ekki verið í lagi í einhvern tíma þá er perustæðið oft ónýtt, það kemst raki í það og það ryðgar og skemmist. Það er nefnilega hitinn frá perunni sem heldur ljósabúnaðinum þurrum,“ segir hann. Allir bílavarahlutir hafa hækkað í verði og þar á meðal perur. „Við erum með perur í dag sem kosta yfir tvö þúsund krónur og algengt verð á þeim er 1.500 til 2.000 krónur,“ segir Jón. Á tímabili var skylda að fara með bílinn í ljósastillingu áður en hann fór í skoðun. Síðan tóku skoðunarstöðvarnar að sér ljósastillingarnar en hafa ýtt því frá sér aftur. Starfsmenn bensínstöðva og smurstöðva skipta oft um perur fyrir viðskiptavini sína en átta sig ekki alltaf á hversu vandasamt það er. „Menn gera þetta vafalaust eins vel og þeir geta en hafa hvorki þekkingu, tæki né aðstöðu til þess,“ segir Jón. „Oft er nefnilega mjög erfitt að skipta um perur. Stundum þarf að taka ljósin hreinlega úr og á sumum bílum þarf að fjarlægja rafgeyminn til að komast að þeim,“ segir hann og bætir við að lokum: „Það sem einu sinni tók tíu mínútur er orðin viðgerð sem tekur klukkutíma og það þýðir að menn verða að skilja bílana eftir.“
Bílar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent