Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði ársuppgjöri sínu á föstudag í síðustu viku, sem var síðasti dagur fyrirtækisins til að gera slíkt. Uppgjörið tafðist vegna rannsóknar bandaríska fjármálaeftirlitsins á kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtækisins sem meðal annars voru veittir Steve Jobs, forstjóra fyrirtækisins. Rannsóknin hreinsar fyrirtækið og stjórnendur þess af misgjörðum.
Kaupréttarsamningarnir voru veittir á árunum 1997 til 2002 að talið var með með bakfærðu gengi sem gaf æðstu stjórnendum Apple tækifæri til að kaupa hlutabréf í Apple á lágu gengi en selja þau aftur á markaðsvirði með umtalsverðum hagnaði.
Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að tveir af kaupréttarsamningum Jobs voru með bakfærðu og lágu gengi. Hann nýtti sér þá hins vegar aldrei.