Baráttan harðnar um Hutchison Essar 4. janúar 2007 13:47 Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira