Grænlenska bomban slær í gegn 28. janúar 2007 11:15 Angutimmarik Kreutzmann er aðeins 18 ára gamall en er samt næst markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi. MYND/Getty Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Sjá meira
Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Sjá meira