Bíó og sjónvarp

Kvikmyndaleikstjóraverðlaunin afhent Vestanhafs

Martin Scorsese tekur við verðlaununum
Martin Scorsese tekur við verðlaununum

Kvikmyndaleikstjóraverðlanin (Director's Guild Awards) voru veitt í 59. skipti í gær en það eru samtök kvikmyndaleikstjóra í Ameríku sem veita verðlaunin.

Eru þau talin benda til þess hvaða leikstjóri er líklegastur til að hreppa Óskarinn, en Óskarsverðlaunin verða veitt síðar í þessum mánuði. Aðeins sex sinnum frá árinu 1949 hefur sá leikstjóri sem hlýtur kvikmyndaleikstjóraverðlaunin ekki fengið Óskarinn fyrir bestu leikstjórn.

Martin Scorsese hlaut kvikmyndaleikstjóraverðlaunin að þessu sinni fyrir mynd sína Departed. Meðal annarra sem hlutu verðlaun voru Jon Cassar fyrir dramatísku sjónvarpsþættina 24, Richard Shepard fyrir gamanþættina Ugly Betty, Tony Sacco fyrir raunveruleikaþáttinn Treasure Hunters og Arunas Matelis fyrir heimildarmyndina Before Flying Back to the Earth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×