Spilltur fótbolti 8. febrúar 2007 23:39 Á breskri bloggsíðu les ég ágæta grein um dauða þess sem er kallað leikur fólksins - the people´s game. Nú er búið að selja sex af stóru ensku fótboltaklúbbunum til útlendra auðjöfra. Liðin eru fyrst og fremst orðin það sem kallast franchise - vörumerki. Einu sinni taldi ég mig halda með Liverpool. Það var á árunum þegar liðið spilaði skemmtilegan og kraftmikinn sóknarfótbolta, ekki sakaði að félagið var frá Bítlaborginni og hafði spilað Evrópuleik við gullaldarlið KR þegar árið 1964. Nú dettur mér ekki í hug að halda með Liverpool lengur. Þessi forðum glæsilegi klúbbur hefur verið seldur bandarískum auðmönnum. Maður heldur ekki með fyrirtæki, ekki fótboltaliði fremur en Sony, Pepsi Cola eða Starbuck´s. Ef einhver auðkýfingur - segjum Björgólfur - myndi kaupa KR, þá myndi ég líka hætta að halda með félaginu. Sem betur fer er eftir svo litlu að slægjast að varla er hætta á því í bili. Einu sinni byggðu bresku fótboltafélögin upp á drengjum sem voru aldir upp nálægt leikvöllunum. Áhorfendurnir komu líka úr hverfinu. Nú snýst þetta allt um gráðuga og fordrekraða leikmenn og umboðsmenn þeirra, peninga og sjónvarpsréttindi. Spillingin í þessum heimi ríður ekki við einteyming. Helstu gestirnir á leikvöngum eru núna bisnessmenn sem njóta veitinga í sérstökum stúkum - alveg burtséð frá því hvort leikurinn skiptir einhverju máli fyrir þá. Þess vegna finnst mér flottar hugmyndir Michels Platini sem vill fá aftur gömlu Evrópukeppnina í knattspyrnu þar sem aðeins meistaralið hvers lands tekur þátt - í staðinn fyrir Meistaradeildina þar sem ríkustu félögin ráða öllu. KR gæti þá aftur lent á móti Liverpool ef ég skil rétt. En líklega nær gamli boltasnillingurinn þessu ekki í gegn. Andstaðan frá ríku félögunum er of mikil. Þau eru of voldug. Og þess vegna styð ég líka framboð Höllu Gunnarsdóttur. Ég held að hún sé eins og ferskur gustur inn í þann fremur ókræsilega heim sem fótboltinn er að verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á breskri bloggsíðu les ég ágæta grein um dauða þess sem er kallað leikur fólksins - the people´s game. Nú er búið að selja sex af stóru ensku fótboltaklúbbunum til útlendra auðjöfra. Liðin eru fyrst og fremst orðin það sem kallast franchise - vörumerki. Einu sinni taldi ég mig halda með Liverpool. Það var á árunum þegar liðið spilaði skemmtilegan og kraftmikinn sóknarfótbolta, ekki sakaði að félagið var frá Bítlaborginni og hafði spilað Evrópuleik við gullaldarlið KR þegar árið 1964. Nú dettur mér ekki í hug að halda með Liverpool lengur. Þessi forðum glæsilegi klúbbur hefur verið seldur bandarískum auðmönnum. Maður heldur ekki með fyrirtæki, ekki fótboltaliði fremur en Sony, Pepsi Cola eða Starbuck´s. Ef einhver auðkýfingur - segjum Björgólfur - myndi kaupa KR, þá myndi ég líka hætta að halda með félaginu. Sem betur fer er eftir svo litlu að slægjast að varla er hætta á því í bili. Einu sinni byggðu bresku fótboltafélögin upp á drengjum sem voru aldir upp nálægt leikvöllunum. Áhorfendurnir komu líka úr hverfinu. Nú snýst þetta allt um gráðuga og fordrekraða leikmenn og umboðsmenn þeirra, peninga og sjónvarpsréttindi. Spillingin í þessum heimi ríður ekki við einteyming. Helstu gestirnir á leikvöngum eru núna bisnessmenn sem njóta veitinga í sérstökum stúkum - alveg burtséð frá því hvort leikurinn skiptir einhverju máli fyrir þá. Þess vegna finnst mér flottar hugmyndir Michels Platini sem vill fá aftur gömlu Evrópukeppnina í knattspyrnu þar sem aðeins meistaralið hvers lands tekur þátt - í staðinn fyrir Meistaradeildina þar sem ríkustu félögin ráða öllu. KR gæti þá aftur lent á móti Liverpool ef ég skil rétt. En líklega nær gamli boltasnillingurinn þessu ekki í gegn. Andstaðan frá ríku félögunum er of mikil. Þau eru of voldug. Og þess vegna styð ég líka framboð Höllu Gunnarsdóttur. Ég held að hún sé eins og ferskur gustur inn í þann fremur ókræsilega heim sem fótboltinn er að verða.