Metverðbólga í Zimbabve 13. febrúar 2007 07:00 Robert Mugabe, forseti Zimbabve. Mynd/Reuters Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið bendir á að ástandið í efnahagsmálum sé ekki gott í Zimbabve. Atvinnuleysi mælist um 80 prósent. Skortur á matvælum og eldsneyti er viðvarandi auk þess sem verð á læknisþjónustu, samgönguþáttum og annarri vöru hefur snarhækkað. Til að bæta gráu ofan á svart hafa læknar og hjúkrunarkonur landsins verið í allsherjarverkfalli í um mánuð. Fyrir skömmu bættust háskólakennarar í hópinn. Stjórnarandstæðingar kenna Robert Mugabe, forseta landsins, um ástandið. Mugabe, sem fyrir nokkrum árum tók jarðir hvítra bænda eignarnámi, segir hins vegar að stjórnvöldum á Vesturlöndum sé um að kenna en þau hafi lagt efnahag landsins í rúst í mótmælaskyni við að hvítir bændur voru reknir af jörðum sínum í Zimbabve. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið bendir á að ástandið í efnahagsmálum sé ekki gott í Zimbabve. Atvinnuleysi mælist um 80 prósent. Skortur á matvælum og eldsneyti er viðvarandi auk þess sem verð á læknisþjónustu, samgönguþáttum og annarri vöru hefur snarhækkað. Til að bæta gráu ofan á svart hafa læknar og hjúkrunarkonur landsins verið í allsherjarverkfalli í um mánuð. Fyrir skömmu bættust háskólakennarar í hópinn. Stjórnarandstæðingar kenna Robert Mugabe, forseta landsins, um ástandið. Mugabe, sem fyrir nokkrum árum tók jarðir hvítra bænda eignarnámi, segir hins vegar að stjórnvöldum á Vesturlöndum sé um að kenna en þau hafi lagt efnahag landsins í rúst í mótmælaskyni við að hvítir bændur voru reknir af jörðum sínum í Zimbabve.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira