Kosningatrix, samgöngumiðstöð, Bjargsmálið, Latino-Nordics 13. febrúar 2007 12:16 Er eitthvað að marka samgönguáætlun sem Sturla Böðvarsson lagði fram í gær? Það er allsendis óvíst að Sturla sitji í næstu ríkisstjórn - dagar hans sem ráðherra eru líklega taldir. Ríkisstjórnin er líka þekkt fyrir annað en að fara eftir svona áætlunum. Í raun er ekki hægt að segja annað en að þetta sé hugarburður - kosningatrix sem best er að láta sem vind um eyru þjóta. Þætti eðlilegt að forstjóri í fyrirtæki setti fram áætlun af þessu tagi fáeinum vikum áður en hann lætur af störfum? Þarf að spyrja? Ef ráðherra vill setja svona fram rétt fyrir kosningar á hann auðvitað að gera það á eigin vegum - best er kannski er að hann komi því inn í kosningastefnuskrá flokks síns. Þetta á líka við um ýmislegt annað sem ráðherrar eru að setja fram þessa dagana - til dæmis meinta þjóðarsátt um orkunýtingu sem Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz hafa kynnt. --- --- --- Af sama tagi er viljayfirlýsing sem Sturla Böðvarsson undirritaði um daginn um samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni. Nú er staðan sú að framtíð þessa svæðis er alls óráðin. Ég man ekki betur en að öll framboðin sem buðu fram í borgarstjórnarkosningunum - að undanskildum Frjálslyndum - hafi lýst því yfir að flugvöllurinn ætti að hverfa úr Vatnsmýri. Enn skilst mér að standi fyrir dyrum samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Meðan er vaðið fram af ótrúlegri skammsýni í Vatnsmýrinni. Alls staðar er verið að búta hana niður. Ný bensínstöð er tákn um háðungina sem er sex akgreina hraðbraut í jaðri Hljómskálagarðsins. Samfylkingin tapaði miklu fylgi á þessari framkvæmd í borgarstjórnarkosningunum. Það var mátulegt á hana. Stórhýsi Háskólans í Reykjavík á að rísa úti í Nauthólsvík með tilheyrandi flæmi bílastæða. Að ógleymdum spítalanum mikla sem mun teygja sig ofan af Skólavörðuholti og niður í Vatnsmýri. Samgöngumiðstöðin liggur líka einstaklega illa við öðrum samgöngum í bænum. Að hafa miðstöð fyrir rútubíla og strætisvagna svona langt frá meginbyggðinni er út í hött. Skipulagslega er það tóm della. Enda er tilgangur samgöngumiðstöðvarinnar ekki annar en að festa flugvöllinn í sessi. --- --- --- Margt er að rifjast upp fyrir fólki þessa dagana. Eftir hinar hrikalegu afhjúpanir um Breiðavíkurheimilið hefur Bjargsmálið verið nokkuð til umræðu, bæði í DV og svo á bloggsíðu hins veðurglögga rithöfundar Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Sigurður vill að Bjarg verði rannsakað ekki síður en Breiðavík. Ekki minni maður en Matthías Johannessen skrifaði á sínum tíma leikrit sem byggðist á Bjargsmálinu. Það hét Fjaðrafok, var sýnt í Þjóðleikhúsinu, olli deilum, en fékk ekki mikla aðsókn. Mörgum árum síðar varð leikritið svo kveikjan að sjónvarpsmynd eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún nefndist Glerbrot en aðalhlutverkið lék sjálf Björk Guðmundsdóttir. --- --- --- Nú skilur maður Íslendinga betur - loksins. Glöggt er gests augað. Það er fagnaðarefni þegar hingað koma útlendingar og færa okkur heim ný sannindi um land og þjóð. Úr þeim hópi er Simon Anholt, frægur markaðsfræðingur, sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að við séum latino-nordics. Eða eins og haft var eftir Símoni í einu dagblaðanna:"Simon Anholt hefur hins vegar mikla trú á getu Íslands til að skara frammúr nú á tímum alþjóðvæðingar. Hann kallar Íslendinga „Latino-Nordics" og lýsir þjóðinni sem einkennilegri blöndu af norrænni virðingu fyrir skilvirkni, sanngirni og hæfni í bland við miðjarðarhafseldmóð og hlýju." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Er eitthvað að marka samgönguáætlun sem Sturla Böðvarsson lagði fram í gær? Það er allsendis óvíst að Sturla sitji í næstu ríkisstjórn - dagar hans sem ráðherra eru líklega taldir. Ríkisstjórnin er líka þekkt fyrir annað en að fara eftir svona áætlunum. Í raun er ekki hægt að segja annað en að þetta sé hugarburður - kosningatrix sem best er að láta sem vind um eyru þjóta. Þætti eðlilegt að forstjóri í fyrirtæki setti fram áætlun af þessu tagi fáeinum vikum áður en hann lætur af störfum? Þarf að spyrja? Ef ráðherra vill setja svona fram rétt fyrir kosningar á hann auðvitað að gera það á eigin vegum - best er kannski er að hann komi því inn í kosningastefnuskrá flokks síns. Þetta á líka við um ýmislegt annað sem ráðherrar eru að setja fram þessa dagana - til dæmis meinta þjóðarsátt um orkunýtingu sem Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz hafa kynnt. --- --- --- Af sama tagi er viljayfirlýsing sem Sturla Böðvarsson undirritaði um daginn um samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni. Nú er staðan sú að framtíð þessa svæðis er alls óráðin. Ég man ekki betur en að öll framboðin sem buðu fram í borgarstjórnarkosningunum - að undanskildum Frjálslyndum - hafi lýst því yfir að flugvöllurinn ætti að hverfa úr Vatnsmýri. Enn skilst mér að standi fyrir dyrum samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Meðan er vaðið fram af ótrúlegri skammsýni í Vatnsmýrinni. Alls staðar er verið að búta hana niður. Ný bensínstöð er tákn um háðungina sem er sex akgreina hraðbraut í jaðri Hljómskálagarðsins. Samfylkingin tapaði miklu fylgi á þessari framkvæmd í borgarstjórnarkosningunum. Það var mátulegt á hana. Stórhýsi Háskólans í Reykjavík á að rísa úti í Nauthólsvík með tilheyrandi flæmi bílastæða. Að ógleymdum spítalanum mikla sem mun teygja sig ofan af Skólavörðuholti og niður í Vatnsmýri. Samgöngumiðstöðin liggur líka einstaklega illa við öðrum samgöngum í bænum. Að hafa miðstöð fyrir rútubíla og strætisvagna svona langt frá meginbyggðinni er út í hött. Skipulagslega er það tóm della. Enda er tilgangur samgöngumiðstöðvarinnar ekki annar en að festa flugvöllinn í sessi. --- --- --- Margt er að rifjast upp fyrir fólki þessa dagana. Eftir hinar hrikalegu afhjúpanir um Breiðavíkurheimilið hefur Bjargsmálið verið nokkuð til umræðu, bæði í DV og svo á bloggsíðu hins veðurglögga rithöfundar Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Sigurður vill að Bjarg verði rannsakað ekki síður en Breiðavík. Ekki minni maður en Matthías Johannessen skrifaði á sínum tíma leikrit sem byggðist á Bjargsmálinu. Það hét Fjaðrafok, var sýnt í Þjóðleikhúsinu, olli deilum, en fékk ekki mikla aðsókn. Mörgum árum síðar varð leikritið svo kveikjan að sjónvarpsmynd eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún nefndist Glerbrot en aðalhlutverkið lék sjálf Björk Guðmundsdóttir. --- --- --- Nú skilur maður Íslendinga betur - loksins. Glöggt er gests augað. Það er fagnaðarefni þegar hingað koma útlendingar og færa okkur heim ný sannindi um land og þjóð. Úr þeim hópi er Simon Anholt, frægur markaðsfræðingur, sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að við séum latino-nordics. Eða eins og haft var eftir Símoni í einu dagblaðanna:"Simon Anholt hefur hins vegar mikla trú á getu Íslands til að skara frammúr nú á tímum alþjóðvæðingar. Hann kallar Íslendinga „Latino-Nordics" og lýsir þjóðinni sem einkennilegri blöndu af norrænni virðingu fyrir skilvirkni, sanngirni og hæfni í bland við miðjarðarhafseldmóð og hlýju."
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun