David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid sem tekur á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en sá leikur er sýndur á Sýn Extra. Real er án Sergio Ramos og Mahamadou Diarra, en þeir Gonzalo Higuain og Ruud van Nistelrooy eru í framlínu spænska liðsins.
Þeir Lukas Podolski og Roy Makaay eru í framlínu þýska liðsins og þá er enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves kominn aftur í slaginn eftir langvinn meiðsli.