Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi 5. mars 2007 13:18 Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira