
Fótbolti
Martröð í byrjun hjá Real Madrid

Keppni í Meistaradeild Evrópu hefst með látum í kvöld, en framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen hefur eflaust farið langt með að setja nýtt met í keppninni þegar hann kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid eftir aðeins um 10 sekúndna leik. Eins og staðan er núna er Bayern því á leið áfram í keppninni á útimörkum.