Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths 11. apríl 2007 10:07 Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Baugur Group er einn stærsti hluthafi Woolworths í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments, sem er auk Baugs í eigu FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords. Í viðtalinu kemur fram að Jón gagnrýnir harðlega áætlun stjórnarinnar að endurnýja 800 verslanir undir merkjum Woolworths á sama tíma og viðskiptavinum fækkar og sala hefur dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Woolworths skilaði hagnaði upp á 7,3 milljónir punda, jafnvirði 969,66 milljóna króna, fyrir skatt í fyrra. Árið áður nam hagnaðurinn hins vegar 43,7 milljónum punda, rúmlega 5,8 milljörðum íslenskra króna. Afkoman var talsvert undir væntingum greinenda. Trevor Bish Jones, forstjóri Woolworths, sagði í samtali við dagblaðið The Scotsman skömmu eftir að uppgjörið lá fyrir að staðan væri fjarri því að vera ákjósanleg en vonaðist til að hagræðingaaðgerðir og fjárfestingar verslanakeðjunnar muni skila sér í betri afkomu á þessu ári. Gengi hlutabréfa í Woolworths lækkaði lítillega við lokun markaða í Bretlandi í gær og stóð í 30 pensum á hlut. Lækki gengið um hálft pens hefur það ekki verið lægra í fjögur ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Baugur Group er einn stærsti hluthafi Woolworths í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments, sem er auk Baugs í eigu FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords. Í viðtalinu kemur fram að Jón gagnrýnir harðlega áætlun stjórnarinnar að endurnýja 800 verslanir undir merkjum Woolworths á sama tíma og viðskiptavinum fækkar og sala hefur dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Woolworths skilaði hagnaði upp á 7,3 milljónir punda, jafnvirði 969,66 milljóna króna, fyrir skatt í fyrra. Árið áður nam hagnaðurinn hins vegar 43,7 milljónum punda, rúmlega 5,8 milljörðum íslenskra króna. Afkoman var talsvert undir væntingum greinenda. Trevor Bish Jones, forstjóri Woolworths, sagði í samtali við dagblaðið The Scotsman skömmu eftir að uppgjörið lá fyrir að staðan væri fjarri því að vera ákjósanleg en vonaðist til að hagræðingaaðgerðir og fjárfestingar verslanakeðjunnar muni skila sér í betri afkomu á þessu ári. Gengi hlutabréfa í Woolworths lækkaði lítillega við lokun markaða í Bretlandi í gær og stóð í 30 pensum á hlut. Lækki gengið um hálft pens hefur það ekki verið lægra í fjögur ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira