Frækinn sigur AC Milan í Munchen 11. apríl 2007 20:33 Leikmenn Milan fagna hér marki Clarence Seedorf í Munchen í kvöld NordicPhotos/GettyImages AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Leikmenn Bayern mættu grimmir til leiks í kvöld en vörn ítalska liðsins náði að halda aftur af stífum sóknum þeirra í byrjun. Reynsluboltarnir í Milan nýttu sér mistök þýska liðsins og gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi skoruðu sitt hvort markið. Inzaghi var greinilega rangstæður þegar hann skoraði mark sitt, en hafði heppnina með sér eins og svo oft gegn þýska liðinu. Hann skoraði í kvöld sjötta mark sitt í fimm leikjum gegn Bayern á ferlinum. Þrátt fyrir ágæta tilburði heimamanna náðu þeir ekki að brjóta sterka vörn ítalska liðsins á bak aftur og Milan því nokkuð óvænt komið í undanúrslitin gegn Manchester United. Liverpool mætir Chelsea í hinum undanúrslitaleiknum eftir 1-0 sigur á PSV Eindhoven á heimavelli. Enska liðið fer því áfram samanlagt 4-0 og var leikurinn í kvöld aðeins formsatriði eftir góða frammistöðu liðsins í Hollandi í fyrri leiknum. Dirk Marcellis var rekinn af velli í liði PSV í kvöld og skömmu síðar, á 67 mínútu, skoraði Peter Crouch sigurmark liðsins. Það eina sem Rafa Benitez þurfti að hafa áhyggjur af í kvöld var í raun meiðsli framherjans Craig Bellamy, en hann var borinn af velli meiddur á hné. Fyrsti leikurinn í undanúrslitunum verður viðureign Manchester United og AC Milan á Old Trafford þann 24. apríl og daginn eftir verður fyrri leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í Lundúnum. Síðari leikur Milan og Man Utd fer fram í Mílanó 2. maí og daginn eftir spila Liverpool og Chelsea á Anfield í Liverpool. Leikirnir, sem og úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvangnum í Aþenu þann 23. maí - verða allir sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Leikmenn Bayern mættu grimmir til leiks í kvöld en vörn ítalska liðsins náði að halda aftur af stífum sóknum þeirra í byrjun. Reynsluboltarnir í Milan nýttu sér mistök þýska liðsins og gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi skoruðu sitt hvort markið. Inzaghi var greinilega rangstæður þegar hann skoraði mark sitt, en hafði heppnina með sér eins og svo oft gegn þýska liðinu. Hann skoraði í kvöld sjötta mark sitt í fimm leikjum gegn Bayern á ferlinum. Þrátt fyrir ágæta tilburði heimamanna náðu þeir ekki að brjóta sterka vörn ítalska liðsins á bak aftur og Milan því nokkuð óvænt komið í undanúrslitin gegn Manchester United. Liverpool mætir Chelsea í hinum undanúrslitaleiknum eftir 1-0 sigur á PSV Eindhoven á heimavelli. Enska liðið fer því áfram samanlagt 4-0 og var leikurinn í kvöld aðeins formsatriði eftir góða frammistöðu liðsins í Hollandi í fyrri leiknum. Dirk Marcellis var rekinn af velli í liði PSV í kvöld og skömmu síðar, á 67 mínútu, skoraði Peter Crouch sigurmark liðsins. Það eina sem Rafa Benitez þurfti að hafa áhyggjur af í kvöld var í raun meiðsli framherjans Craig Bellamy, en hann var borinn af velli meiddur á hné. Fyrsti leikurinn í undanúrslitunum verður viðureign Manchester United og AC Milan á Old Trafford þann 24. apríl og daginn eftir verður fyrri leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í Lundúnum. Síðari leikur Milan og Man Utd fer fram í Mílanó 2. maí og daginn eftir spila Liverpool og Chelsea á Anfield í Liverpool. Leikirnir, sem og úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvangnum í Aþenu þann 23. maí - verða allir sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira