Buffett ekki lengur næstríkastur 15. apríl 2007 09:30 Carlos Slim, sem breska dagblaðið Guardian segir að sé orðinn næstríkasti maður í heimi. Mynd/AFP Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira