Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum 16. apríl 2007 19:47 Viðskiptavinur kemur úr einni af verslunum Wal-Mart í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Til samanburðar jókst smásöluverslun um 0,5 prósent á milli mánaða í febrúar, sem var umfram væntingar greinenda. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir greinendum í dag að stjórnvöld líti björtum augum á tölurnar því upplýsingar um einkaneyslu í landinu standi á bak við rúmlega 60 prósent af af landsframleiðslu. Þessu til viðbótar hefur atvinnuleysi ekki verið með minna móti í sex ár auk þess sem kaupmáttur launa hefur aukist. Þykir þetta minnka líkurnar á því til muna að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næstunni. Þvert á móti ýjaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í síðustu viku að svo geti farið að hækka þurfi stýrivextina til að draga úr verðbólguþrýstingi. Í nýjustu hagvísum bandarísku hagstofunnar kemur meðal annars fram að kaup á bílum og fatnaði leiði aukningu í smásöluverslun í mánuðinum. Sala á fatnaði jókst um 2,4 prósent á milli mánaða og sala á íþróttavörum jókst um 1,1 prósent. Sala á þessum vöruflokkum hefur ekki verið betri síðan í janúar í fyrra. Þá jókst sala á bílum um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum. Að sögn Bloomberg hefur samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs ekki haft teljandi áhrif á hagkerfið líkt og menn óttuðust og er því gert ráð fyrir „hóflegum" hagvexti á árinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Til samanburðar jókst smásöluverslun um 0,5 prósent á milli mánaða í febrúar, sem var umfram væntingar greinenda. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir greinendum í dag að stjórnvöld líti björtum augum á tölurnar því upplýsingar um einkaneyslu í landinu standi á bak við rúmlega 60 prósent af af landsframleiðslu. Þessu til viðbótar hefur atvinnuleysi ekki verið með minna móti í sex ár auk þess sem kaupmáttur launa hefur aukist. Þykir þetta minnka líkurnar á því til muna að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næstunni. Þvert á móti ýjaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í síðustu viku að svo geti farið að hækka þurfi stýrivextina til að draga úr verðbólguþrýstingi. Í nýjustu hagvísum bandarísku hagstofunnar kemur meðal annars fram að kaup á bílum og fatnaði leiði aukningu í smásöluverslun í mánuðinum. Sala á fatnaði jókst um 2,4 prósent á milli mánaða og sala á íþróttavörum jókst um 1,1 prósent. Sala á þessum vöruflokkum hefur ekki verið betri síðan í janúar í fyrra. Þá jókst sala á bílum um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum. Að sögn Bloomberg hefur samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs ekki haft teljandi áhrif á hagkerfið líkt og menn óttuðust og er því gert ráð fyrir „hóflegum" hagvexti á árinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira