Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði 30. apríl 2007 09:33 Andstæðingar Abdullah Gul mótmæla forsetaframboði hans um helgina í Istanbúl í Tyrklandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir að ríkisstjórn landsins velji nýjan forseta. Líran, gjaldmiðill landsins, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Mikil mótmæli hafa verið í Tyrklandi um helgina við forsetaframboð Abdullah Guls, utanríkisráðherra landsins, sem náði ekki sigri í fyrstu umferð forsetakosninganna en óttast er að hann færi stjórnun landsins í trúarlega átt en nú er. Gul neitaði að draga sig í hlé. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins en í stað þess að kjósa Gul vísaði þingið málinu til stjórnarskrárdómstóls landsins. Tyrkneski herinn hefur sakað stjórnvöld um að vera hliðholl islömskum öflum í samfélaginu. Stjórnarflokkurinn þykir hafa stutt við bakið á róttækum múslimum, meðal annars með því að styðja skóla sem byggir á Kóraninum og reyna að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur tyrkneski herinn áður blandað sér í stjórnmál þar í landi og velt þremur ríkisstjórnum úr sessi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Telja greinendur því líkur á því að herinn muni blanda sér í forsetabaráttuna á nýjan leik. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir að ríkisstjórn landsins velji nýjan forseta. Líran, gjaldmiðill landsins, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Mikil mótmæli hafa verið í Tyrklandi um helgina við forsetaframboð Abdullah Guls, utanríkisráðherra landsins, sem náði ekki sigri í fyrstu umferð forsetakosninganna en óttast er að hann færi stjórnun landsins í trúarlega átt en nú er. Gul neitaði að draga sig í hlé. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins en í stað þess að kjósa Gul vísaði þingið málinu til stjórnarskrárdómstóls landsins. Tyrkneski herinn hefur sakað stjórnvöld um að vera hliðholl islömskum öflum í samfélaginu. Stjórnarflokkurinn þykir hafa stutt við bakið á róttækum múslimum, meðal annars með því að styðja skóla sem byggir á Kóraninum og reyna að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur tyrkneski herinn áður blandað sér í stjórnmál þar í landi og velt þremur ríkisstjórnum úr sessi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Telja greinendur því líkur á því að herinn muni blanda sér í forsetabaráttuna á nýjan leik.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira