Samtrygging, Ólafur Ragnar og stjórnarmyndanir, forsetakjör 30. apríl 2007 22:20 Til er nokkuð sem heitir samtrygging stjórmálaflokka. Hún fór í gang þegar pólitíkusar skömmtuðu sér miklu betri eftirlaunakjör en fólkið í landinu. Hennar sér líka staði þegar gera á breytingar á kosningakerfinu. Þegar flokkarnir samþykktu einróma að úthluta sjálfum sér fé úr ríkissjóði til að standa straum af kosningabaráttu var það líka dæmi um samtryggingu. Og líka þegar er verið að skipa sendiherra - þá er passað upp á að allir flokkar fái einhverja sneið. Í ljósi þessa er merkilegt að heyra hvað Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir um mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Þetta hefur Stöð 2 eftir Bjarna: "Sá háttur hafi verið hafður á að hafa þverpólitískt samráð um afgreiðsluna í undirnefnd allsherjarnefndar. Bjarni segir því allar fullyrðingar um að staðið hafi verið óeðlilega hafi verið órökstuddar og standist enga skoðun." Það er semsé allt í lagi með málið af því allir stjórnmálaflokkar komu að því. --- --- --- Trúa menn því í alvörunni að Ólafur Ragnar Grímsson fari að beita klækjabrögðum til að koma vinstri stjórn til valda í landinu? Eða er þetta barasta paranoja í Styrmi Gunnarssyni? Í Reykjavíkurbréfi sunnudagsins var þessi kenning sett fram og staðhæft að Sjálfstæðismenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að afstýra því að Ólafur Ragnar komi nálægt stjórnarmyndun. Guðlaugur Þór Þórðarsson var í Silfri Egils á sunnudaginn. Aðspurður sagðist hann ekki hafa áhyggjur af þessu. Það kveður hins vegar við annan tón hjá samflokkskonu hans Ástu Möller sem skrifar á vefsíðu sinni að stjórnarmyndun verði að fara fram án afskipta forsetans:"Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu. Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans." --- --- --- Sumir eru farnir að þjófstarta vangaveltum um hvort Ólafur Ragnar sitji áfram á forsetastóli - eða hvort verði forsetakosningar á næsta ári? Sjálfstæðismenn hafa alltaf viljað hafa einhver þæg nóboddí á Bessastöðum, einhvers konar framlengingu á embættismannakerfinu og nöfnin sem heyrast nefnd úr þeim ranni eru þessu marki brennd. Kjósendur hafa verið annarrar skoðunar og kosið forseta sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki. Raunar held ég að sé talsverð stemming fyrir því meðal landsmanna að Ólafur sitji áfram. Hann getur það sjálfsagt ef hann vill. Eða heyri ég góðar tillögur um arftaka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Til er nokkuð sem heitir samtrygging stjórmálaflokka. Hún fór í gang þegar pólitíkusar skömmtuðu sér miklu betri eftirlaunakjör en fólkið í landinu. Hennar sér líka staði þegar gera á breytingar á kosningakerfinu. Þegar flokkarnir samþykktu einróma að úthluta sjálfum sér fé úr ríkissjóði til að standa straum af kosningabaráttu var það líka dæmi um samtryggingu. Og líka þegar er verið að skipa sendiherra - þá er passað upp á að allir flokkar fái einhverja sneið. Í ljósi þessa er merkilegt að heyra hvað Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir um mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Þetta hefur Stöð 2 eftir Bjarna: "Sá háttur hafi verið hafður á að hafa þverpólitískt samráð um afgreiðsluna í undirnefnd allsherjarnefndar. Bjarni segir því allar fullyrðingar um að staðið hafi verið óeðlilega hafi verið órökstuddar og standist enga skoðun." Það er semsé allt í lagi með málið af því allir stjórnmálaflokkar komu að því. --- --- --- Trúa menn því í alvörunni að Ólafur Ragnar Grímsson fari að beita klækjabrögðum til að koma vinstri stjórn til valda í landinu? Eða er þetta barasta paranoja í Styrmi Gunnarssyni? Í Reykjavíkurbréfi sunnudagsins var þessi kenning sett fram og staðhæft að Sjálfstæðismenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að afstýra því að Ólafur Ragnar komi nálægt stjórnarmyndun. Guðlaugur Þór Þórðarsson var í Silfri Egils á sunnudaginn. Aðspurður sagðist hann ekki hafa áhyggjur af þessu. Það kveður hins vegar við annan tón hjá samflokkskonu hans Ástu Möller sem skrifar á vefsíðu sinni að stjórnarmyndun verði að fara fram án afskipta forsetans:"Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu. Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans." --- --- --- Sumir eru farnir að þjófstarta vangaveltum um hvort Ólafur Ragnar sitji áfram á forsetastóli - eða hvort verði forsetakosningar á næsta ári? Sjálfstæðismenn hafa alltaf viljað hafa einhver þæg nóboddí á Bessastöðum, einhvers konar framlengingu á embættismannakerfinu og nöfnin sem heyrast nefnd úr þeim ranni eru þessu marki brennd. Kjósendur hafa verið annarrar skoðunar og kosið forseta sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki. Raunar held ég að sé talsverð stemming fyrir því meðal landsmanna að Ólafur sitji áfram. Hann getur það sjálfsagt ef hann vill. Eða heyri ég góðar tillögur um arftaka?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun