Vidic og Ferdinand klárir í slaginn

Miðverðirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hafa báðir fengið grænt ljós á að spila með liði sínu Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir AC Milan heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Gennaro Gattuso hefur sömuleiðis náð sér af meiðslum hjá Milan en varnarmaðurinn Paolo Maldini er mjög tæpur.