Liverpool yfir í hálfleik

Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var danski varnarmaðurinn Daniel Agger sem skoraði mark heimamanna á 22. mínútu og staðan í einvíginu er því jöfn 1-1. Leikurinn er sýndur á Sýn í beinni lýsingu Arnars Björssonar frá Anfield.