Milan hefur 2-0 yfir í hálfleik

AC Milan er í mjög góðum málum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Kaka kom heimamönnum yfir eftir ellefu mínútur og eftir hálftíma leik bætti Clarence Seedorf við öðru marki. Manchester United þarf nú að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að ná í úrslitin.