General Motors hagnast um fjóra milljarða 3. maí 2007 14:03 Rick Wagoner, forstjóri General Motors, ræðir málin. Mynd/AFP Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. Á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra skilaði bílaframleiðandinn 602 milljóna dala,38,5 milljarða króna, hagnaði. Til samanburðar nam hagnaðurinn í fyrra 1,06 dölum á hlut en hann nemur einungis 11 sentum í ár og talsvert undir væntingum greinenda. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum í ár liggur í afskriftum af lánastarfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir samdrátturinn er þetta annar rekstrarfjórðungurinn í röð sem bílaframleiðandinn skilar hagnaði. General Motors fór í viðamikla endurskipulagningu á rekstri félagsins síðla árs í fyrra eftir tvö viðvarandi taprekstrarár og seldi meðal annars hlut sinn í G.M.A.C., fjármálarmi fyrirtækisins, sem hafði dregið mjög úr afkomu samstæðu bílasamsteypunnar. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC í morgun að fyrirtækið væri á góðu róli og vísaði til þess að sala á bílum lofaði góðu í Bandaríkjunum og Evrópu og væru horfur á góðum árangri á mörkuðum í Kína, Rússlandi og Suður-Ameríku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. Á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra skilaði bílaframleiðandinn 602 milljóna dala,38,5 milljarða króna, hagnaði. Til samanburðar nam hagnaðurinn í fyrra 1,06 dölum á hlut en hann nemur einungis 11 sentum í ár og talsvert undir væntingum greinenda. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum í ár liggur í afskriftum af lánastarfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir samdrátturinn er þetta annar rekstrarfjórðungurinn í röð sem bílaframleiðandinn skilar hagnaði. General Motors fór í viðamikla endurskipulagningu á rekstri félagsins síðla árs í fyrra eftir tvö viðvarandi taprekstrarár og seldi meðal annars hlut sinn í G.M.A.C., fjármálarmi fyrirtækisins, sem hafði dregið mjög úr afkomu samstæðu bílasamsteypunnar. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC í morgun að fyrirtækið væri á góðu róli og vísaði til þess að sala á bílum lofaði góðu í Bandaríkjunum og Evrópu og væru horfur á góðum árangri á mörkuðum í Kína, Rússlandi og Suður-Ameríku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira