Kosningarnar í hnotskurn, flokkarnir nota tónlistina, mislukkuð sameining 3. maí 2007 16:52 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rifjar upp gamla takta úr hljómsveitinni Upplyftingu í baráttulagi Framsóknar sem finna má á vef flokksins. Magnús hefur engu gleymt þegar hann syngur lagið Árangur áfram, ekkert stopp með barnakór, hljómar pínulítið eins og hann sé frá Norður-Kóreu, eða kannski er þetta bara ungi framsóknarmaðurinn? Lagið má heyra með því að smella hér, fara í gluggann á síðunni og fletta niður á Árangur áfram. Annað lag fer sem eldur í sinu um netið. Það er söngur Samfylkingarinnar, saminn af Róberti Marshall, Guðmundi Steingrímssyni og Simon & Garfunkel, fluttur af Róberti og Guðmundi. Viðlagið gengur út á að þeir tilheyri eina stjórnmálaflokki á Íslandi sem tali af skynsemi um pólitík. Þetta lag má heyra með því að smella hér. Spurning hvort þurfi aftur að taka fram á-in þrjú? Ég verð samt að viðurkenna að ég er strax kominn með framsóknarlagið á heilann. Svo bíðum við í ofvæni eftir lögum frá hinum flokkunum. --- --- --- Kosningarnar í hnotskurn: Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að segja neitt. Framsókn getur ekki sagt neitt. Vinstri græn þora ekki að segja neitt. Frjálslyndir segja eitthvað en það tekur enginn mark á þeim. Samfylkingunni dettur ekkert í hug að segja. --- --- ---Þorvaldur Gylfason skrifar snjalla grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann segir að sameining stjórnmálaflokka hafi mistekist. Nei, hann á ekki við sameiningu vinstri flokkanna, heldur hefur Þorvaldur miklu lengra sjónarhorn á stjórnmálasöguna. Hann er að tala um sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929 þegar stofnaður var Sjálfstæðisflokkurinn. Þorvaldur er þeirrar skoðunar að þá hafi frjálslynd öfl verið kveðin í kútinn á Íslandi en Íhaldsmenn fengið að ráða. Þetta er athyglisverð söguskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rifjar upp gamla takta úr hljómsveitinni Upplyftingu í baráttulagi Framsóknar sem finna má á vef flokksins. Magnús hefur engu gleymt þegar hann syngur lagið Árangur áfram, ekkert stopp með barnakór, hljómar pínulítið eins og hann sé frá Norður-Kóreu, eða kannski er þetta bara ungi framsóknarmaðurinn? Lagið má heyra með því að smella hér, fara í gluggann á síðunni og fletta niður á Árangur áfram. Annað lag fer sem eldur í sinu um netið. Það er söngur Samfylkingarinnar, saminn af Róberti Marshall, Guðmundi Steingrímssyni og Simon & Garfunkel, fluttur af Róberti og Guðmundi. Viðlagið gengur út á að þeir tilheyri eina stjórnmálaflokki á Íslandi sem tali af skynsemi um pólitík. Þetta lag má heyra með því að smella hér. Spurning hvort þurfi aftur að taka fram á-in þrjú? Ég verð samt að viðurkenna að ég er strax kominn með framsóknarlagið á heilann. Svo bíðum við í ofvæni eftir lögum frá hinum flokkunum. --- --- --- Kosningarnar í hnotskurn: Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að segja neitt. Framsókn getur ekki sagt neitt. Vinstri græn þora ekki að segja neitt. Frjálslyndir segja eitthvað en það tekur enginn mark á þeim. Samfylkingunni dettur ekkert í hug að segja. --- --- ---Þorvaldur Gylfason skrifar snjalla grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann segir að sameining stjórnmálaflokka hafi mistekist. Nei, hann á ekki við sameiningu vinstri flokkanna, heldur hefur Þorvaldur miklu lengra sjónarhorn á stjórnmálasöguna. Hann er að tala um sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929 þegar stofnaður var Sjálfstæðisflokkurinn. Þorvaldur er þeirrar skoðunar að þá hafi frjálslynd öfl verið kveðin í kútinn á Íslandi en Íhaldsmenn fengið að ráða. Þetta er athyglisverð söguskoðun.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun