Kjósendur eru bjánar 16. maí 2007 22:03 "80 prósent höfðu orð Jóhannesar að engu." Þetta er að sönnu mikill sigur fyrir Björn Bjarnason. Aðeins 2530 kjósendur Sjálfstæðisflokksins strikuðu hann út. Líklega hefðu útstrikanirnar verið fleiri ef hægt væri að strika út á utankjörfundaratkvæðum. En árangurinn er engu síður góður. Og ef útstrikanirnar hefðu verið aðeins fleiri þá hefði Björn fallið niður um tvö sæti á listanum. Samt er þetta algjört Íslandsmet. Í alvörunni. Það er ótrúlegt að hlusta á útúrsnúningana sem er beitt í þessu máli. Útstrikanirnar eru partur af kosningaúrslitum. Þau eru heilög í lýðræðisríki. Tjá vilja þegnanna. Það má ræða um aðferð auðmanns úti í bæ sem birti auglýsingu í blaði - en það breytir nákvæmlega engu um niðurstöðuna. Við vitum ekki hvað 2530 kjósendur voru að hugsa í kjörklefanum, bara það eitt að þeir höfnuðu Birni Bjarnasyni. Kannski var það ómaklegt, en það er samt staðreynd sem verður ekki breitt yfir með vífilengjum. En auðvitað má draga lærdóm af þessu máli. Þá mætti banna útstrikanir eða meina auðmönnum að auglýsa fyrir kosningar. Ef mönnum blöskrar alveg hvað kjósendur eru ósanngjarnir mætti líka hætta að halda kosningar. --- --- --- Tilraun til að banna auðmönnum að eiga fjölmiðla mistókst. Nú eru allir fjölmiðlarnir í eigu auðfyrirtækja - líka Morgunblaðið. Viðhorf Björns og vina hans hefur hins vegar verið að sumir auðmenn megi beita áhrifum sínum, en aðrir helst ekki. Fyrir þessar kosningar var flokkspólitískur áróður í Mogganum alveg linnulaus. Mogginn er aftur orðinn hreint málgagn Sjálfstæðisflokksins. Á þeim bæ er tími flokksblaðanna runninn upp aftur. Baugsmálið hafði þessi sorglegu áhrif á ritstjórninni. Samt er blaðið alltaf að þykjast vera eitthvað annað en það er. --- --- --- Það er almælt í stétt lögmanna að Björn Bjarnason vilji ráða Jón H. Snorrason sem ríkissaksóknara. Þetta er ekki ómerkileg staða - má segja að hún sé ígildi embættis hæstaréttardómara. Allir lögfræðingar sem ég hef talað við telja ferill Jóns sé slíkur að hann sé ekki hæfur til að gegna stöðunni. Ferill ríkislögreglustjóraembættisins þar sem hann hefur starfað er hrikalegur. Þar hafa menn klúðrað stærstu og umtöluðustu brotamálum síðustu ára: Málverkafölsunarmálinu, olíumálinu og Baugsmálinu. Í öllum þessum málum sleppa sakborningarnir þrátt fyrir að þeim séu birtar ótrúlega stórar og flóknar ákærur. Lögfræðikunnáttan á þeim bæ virðist ekki vera upp á marga fiska. Ef kemur til þessarar embættisveitingar sem sagt er að hafi verið stöðvuð vikuna fyrir kosningar, þá er það meiriháttar hneyksli. Og þetta rifjar upp aðrar mannaráðningar Björns Bjarnasonar, ekki síst þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson, frændi Davíðs Oddssonar, var dubbaður upp sem hæstaréttardómari - að sögn vegna þess að hann hafði farið á námskeið í Evrópurétti í Svíþjóð. --- --- --- Almennt séð. Þegar kjósendur tala, þá er betra að svara með auðmýkt en hroka. Annars er eins og menn séu að segja þeir séu bjánar. En líklega var þetta fólk úr öðrum flokkum sem kaus Sjálfstæðisflokkinn til þess eins að geta strikað úr Björn Bjarnason. Merkilegt hvað sumir geta verið ómerkilegir! --- --- --- Maður sér ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur ætli að endurnýja stjórnarsamstarfið. En útfærslan gæti orðið dálítið flókin. Framsókn getur varla gert tilkall til meira en þriggja ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn - í mesta lagi fjögurrra. Þá eru sætin líklega frátekin fyrir Jón Sigurðsson, Guðna Ágústsson, Valgerði Sverrisdóttur og Siv Friðleifsdóttur. Hin síðastnefnda er þvílíkur þyrnir í augum innsta kjarnans í flokknum að honum þykir betra að hafa hana nálægt sér í ríkisstjórn en á lausum kili utan hennar. Uppi voru hugmyndir hjá Framsókn um að manna stjórnarliðið með því að ráðherrar kölluðu varamenn inn á þing. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sló þær út af borðinu þegar hann sagði að þingsköp heimiluðu ekki að kallaðir væru varamenn nema um veikindi eða löggild forföll væri að ræða. Eftir sigurinn getur Sjálfstæðisflokkurinn gert tilkall til þess að fá sex eða jafnvel sjö ráðherra. Þar er líka þröng á þingi. Geir og Þorgerður Katrín eru örugg áfram. Líklega Árni Mathiesen og Einar Kr. Guðfinnsson. Það er spurning með Sturlu Böðvarsson - kannski verður hann gerður að forseta Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarsson getur gert sterkt tilkall til ráðherradóms verandi fyrsti þingmaður Reykjavíkur norður. Bjarni Benediktsson kemur líka sterklega til greina. Ekki má heldur gleyma Kristjáni Þór Júlíussyni sem vann glæsilegan sigur í Norðausturkjördæmi. Og þá vantar konur. Arnbjörg Sveinsdóttir stendur líklega næst ráðherradómi. Guðfinna Bjarnadóttir gæti líka komið til greina eða Ásta Möller. Þetta er býsna margt fólk. Er þá pláss fyrir Björn Bjarnason? Sumir sjálfstæðismenn segja að það sé veikleikamerki ef hann verði ekki ráðherra. Það sé þá viðurkenning á því að Baugsmálið var klúður. Sjálfstæðisflokkurinn láti aldrei stilla sér upp við vegg. Sé þetta rétt er líklegast að Björn verði dómsmálaráðherra áfram. Honum verður varla hleypt í heilbrigðisráðuneytið þótt hann hafi boðið sig fram til þjónustu þar. Ég treysti reyndar Birni ágætlega fyrir heilbrigðisráðuneytinu. Hann er nógu harðvítugur til að ná árangri þar. Vandinn er bara sá að það þarf að snúa alveg við skútunni og hætta við fyrirhugaða byggingu Alfreðsspítalans við Hringbraut. Það þarf að losa heilbrigðismálin úr höndum Framsóknar. --- --- --- Í aðdraganda kosninganna var mikið talað um uppstokkun ráðuneyta. Nú kann að vera tækifærið. Sérstaklega ef tekur við tveggja flokka stjórn. Ráðherrar eru of margir í ríkisstjórninni sem situr núna - það fyrirkomulag endurspeglar flokkshagsmuni en ekki þjóðarhag. Sátt virðist vera um að sameina iðnaðarráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti í eitt ráðuneyti atvinnuvega. Verkefni úr þessum ráðuneytum mætti líka færa undir umhverfisráðuneytið. Svo mætti vel hugsa sér að setja á stofn innanríkisráðuneyti - náttúrlega með Björn Bjarnason sem ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
"80 prósent höfðu orð Jóhannesar að engu." Þetta er að sönnu mikill sigur fyrir Björn Bjarnason. Aðeins 2530 kjósendur Sjálfstæðisflokksins strikuðu hann út. Líklega hefðu útstrikanirnar verið fleiri ef hægt væri að strika út á utankjörfundaratkvæðum. En árangurinn er engu síður góður. Og ef útstrikanirnar hefðu verið aðeins fleiri þá hefði Björn fallið niður um tvö sæti á listanum. Samt er þetta algjört Íslandsmet. Í alvörunni. Það er ótrúlegt að hlusta á útúrsnúningana sem er beitt í þessu máli. Útstrikanirnar eru partur af kosningaúrslitum. Þau eru heilög í lýðræðisríki. Tjá vilja þegnanna. Það má ræða um aðferð auðmanns úti í bæ sem birti auglýsingu í blaði - en það breytir nákvæmlega engu um niðurstöðuna. Við vitum ekki hvað 2530 kjósendur voru að hugsa í kjörklefanum, bara það eitt að þeir höfnuðu Birni Bjarnasyni. Kannski var það ómaklegt, en það er samt staðreynd sem verður ekki breitt yfir með vífilengjum. En auðvitað má draga lærdóm af þessu máli. Þá mætti banna útstrikanir eða meina auðmönnum að auglýsa fyrir kosningar. Ef mönnum blöskrar alveg hvað kjósendur eru ósanngjarnir mætti líka hætta að halda kosningar. --- --- --- Tilraun til að banna auðmönnum að eiga fjölmiðla mistókst. Nú eru allir fjölmiðlarnir í eigu auðfyrirtækja - líka Morgunblaðið. Viðhorf Björns og vina hans hefur hins vegar verið að sumir auðmenn megi beita áhrifum sínum, en aðrir helst ekki. Fyrir þessar kosningar var flokkspólitískur áróður í Mogganum alveg linnulaus. Mogginn er aftur orðinn hreint málgagn Sjálfstæðisflokksins. Á þeim bæ er tími flokksblaðanna runninn upp aftur. Baugsmálið hafði þessi sorglegu áhrif á ritstjórninni. Samt er blaðið alltaf að þykjast vera eitthvað annað en það er. --- --- --- Það er almælt í stétt lögmanna að Björn Bjarnason vilji ráða Jón H. Snorrason sem ríkissaksóknara. Þetta er ekki ómerkileg staða - má segja að hún sé ígildi embættis hæstaréttardómara. Allir lögfræðingar sem ég hef talað við telja ferill Jóns sé slíkur að hann sé ekki hæfur til að gegna stöðunni. Ferill ríkislögreglustjóraembættisins þar sem hann hefur starfað er hrikalegur. Þar hafa menn klúðrað stærstu og umtöluðustu brotamálum síðustu ára: Málverkafölsunarmálinu, olíumálinu og Baugsmálinu. Í öllum þessum málum sleppa sakborningarnir þrátt fyrir að þeim séu birtar ótrúlega stórar og flóknar ákærur. Lögfræðikunnáttan á þeim bæ virðist ekki vera upp á marga fiska. Ef kemur til þessarar embættisveitingar sem sagt er að hafi verið stöðvuð vikuna fyrir kosningar, þá er það meiriháttar hneyksli. Og þetta rifjar upp aðrar mannaráðningar Björns Bjarnasonar, ekki síst þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson, frændi Davíðs Oddssonar, var dubbaður upp sem hæstaréttardómari - að sögn vegna þess að hann hafði farið á námskeið í Evrópurétti í Svíþjóð. --- --- --- Almennt séð. Þegar kjósendur tala, þá er betra að svara með auðmýkt en hroka. Annars er eins og menn séu að segja þeir séu bjánar. En líklega var þetta fólk úr öðrum flokkum sem kaus Sjálfstæðisflokkinn til þess eins að geta strikað úr Björn Bjarnason. Merkilegt hvað sumir geta verið ómerkilegir! --- --- --- Maður sér ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur ætli að endurnýja stjórnarsamstarfið. En útfærslan gæti orðið dálítið flókin. Framsókn getur varla gert tilkall til meira en þriggja ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn - í mesta lagi fjögurrra. Þá eru sætin líklega frátekin fyrir Jón Sigurðsson, Guðna Ágústsson, Valgerði Sverrisdóttur og Siv Friðleifsdóttur. Hin síðastnefnda er þvílíkur þyrnir í augum innsta kjarnans í flokknum að honum þykir betra að hafa hana nálægt sér í ríkisstjórn en á lausum kili utan hennar. Uppi voru hugmyndir hjá Framsókn um að manna stjórnarliðið með því að ráðherrar kölluðu varamenn inn á þing. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sló þær út af borðinu þegar hann sagði að þingsköp heimiluðu ekki að kallaðir væru varamenn nema um veikindi eða löggild forföll væri að ræða. Eftir sigurinn getur Sjálfstæðisflokkurinn gert tilkall til þess að fá sex eða jafnvel sjö ráðherra. Þar er líka þröng á þingi. Geir og Þorgerður Katrín eru örugg áfram. Líklega Árni Mathiesen og Einar Kr. Guðfinnsson. Það er spurning með Sturlu Böðvarsson - kannski verður hann gerður að forseta Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarsson getur gert sterkt tilkall til ráðherradóms verandi fyrsti þingmaður Reykjavíkur norður. Bjarni Benediktsson kemur líka sterklega til greina. Ekki má heldur gleyma Kristjáni Þór Júlíussyni sem vann glæsilegan sigur í Norðausturkjördæmi. Og þá vantar konur. Arnbjörg Sveinsdóttir stendur líklega næst ráðherradómi. Guðfinna Bjarnadóttir gæti líka komið til greina eða Ásta Möller. Þetta er býsna margt fólk. Er þá pláss fyrir Björn Bjarnason? Sumir sjálfstæðismenn segja að það sé veikleikamerki ef hann verði ekki ráðherra. Það sé þá viðurkenning á því að Baugsmálið var klúður. Sjálfstæðisflokkurinn láti aldrei stilla sér upp við vegg. Sé þetta rétt er líklegast að Björn verði dómsmálaráðherra áfram. Honum verður varla hleypt í heilbrigðisráðuneytið þótt hann hafi boðið sig fram til þjónustu þar. Ég treysti reyndar Birni ágætlega fyrir heilbrigðisráðuneytinu. Hann er nógu harðvítugur til að ná árangri þar. Vandinn er bara sá að það þarf að snúa alveg við skútunni og hætta við fyrirhugaða byggingu Alfreðsspítalans við Hringbraut. Það þarf að losa heilbrigðismálin úr höndum Framsóknar. --- --- --- Í aðdraganda kosninganna var mikið talað um uppstokkun ráðuneyta. Nú kann að vera tækifærið. Sérstaklega ef tekur við tveggja flokka stjórn. Ráðherrar eru of margir í ríkisstjórninni sem situr núna - það fyrirkomulag endurspeglar flokkshagsmuni en ekki þjóðarhag. Sátt virðist vera um að sameina iðnaðarráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti í eitt ráðuneyti atvinnuvega. Verkefni úr þessum ráðuneytum mætti líka færa undir umhverfisráðuneytið. Svo mætti vel hugsa sér að setja á stofn innanríkisráðuneyti - náttúrlega með Björn Bjarnason sem ráðherra.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun