Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel 18. maí 2007 11:56 Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem skrifar um áhrif nýrrar ríkisstjórnar á íslenskt fjármálalíf. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Þá segir í áliti greiningardeildarinnar í Morgunkorni hennar í dag að líklegast sé að ný stjórn muni halda áfram þeirri þróun til markaðs- og alþjóðavæðingar sem einkennt hafi íslenskt efnahagslíf frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. „Enn fremur verður fróðlegt að fylgjast með hvort ráðist verður í umfangsmiklar breytingar á landbúnaðarkerfinu en innan beggja flokka er áhugi á slíkum breytingum. Einnig eru líkur til að frekari breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, þar sem Framsóknarmenn hafa ráðið miklu undanfarin 12 ár," segir greiningardeild Glitnis sem þó bendir á að ýmis mál skilji á milli flokkanna. Þar á meðal séu Evrópumálin en Samfylkingin hefur oftsinnis lýst yfir áhuga sínum á viðræðum við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur hafi hins vegar verið andvígur slíku. Bendir deildin þó á, að sú andstaða hafi dvínað á undanförnum árum. „Raunar má telja ólíklegt að stór skref yrðu stigi í átt til Evrópusambandsaðildar á næstu misserum og því kunna flokkarnir að ná sátt um að flýta sér hægt í þeim efnum," segir greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem skrifar um áhrif nýrrar ríkisstjórnar á íslenskt fjármálalíf. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Þá segir í áliti greiningardeildarinnar í Morgunkorni hennar í dag að líklegast sé að ný stjórn muni halda áfram þeirri þróun til markaðs- og alþjóðavæðingar sem einkennt hafi íslenskt efnahagslíf frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. „Enn fremur verður fróðlegt að fylgjast með hvort ráðist verður í umfangsmiklar breytingar á landbúnaðarkerfinu en innan beggja flokka er áhugi á slíkum breytingum. Einnig eru líkur til að frekari breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, þar sem Framsóknarmenn hafa ráðið miklu undanfarin 12 ár," segir greiningardeild Glitnis sem þó bendir á að ýmis mál skilji á milli flokkanna. Þar á meðal séu Evrópumálin en Samfylkingin hefur oftsinnis lýst yfir áhuga sínum á viðræðum við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur hafi hins vegar verið andvígur slíku. Bendir deildin þó á, að sú andstaða hafi dvínað á undanförnum árum. „Raunar má telja ólíklegt að stór skref yrðu stigi í átt til Evrópusambandsaðildar á næstu misserum og því kunna flokkarnir að ná sátt um að flýta sér hægt í þeim efnum," segir greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira