Íslenska U19 liðið tapaði í dag fyrir heimamönnum í Noregi. Leikurinn fór 4-3 en staðan í hálfleik var 3-2. Þetta var annar leikur drengjanna í milliriðli fyrir EM en þeir töpuðu fyrir spánverjum á miðvikudag 3-2.
Strákarnir eiga einn leik eftir í riðlinum, en hann fer fram á mánudaginn á móti Aserbadíjan sem töpuðu í dag 4-0 á móti spánverjum.