Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury 15. júní 2007 09:16 Úr kjötvöruborði Sainsbury. Mynd/AFP Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira