Handbolti

Áfram Alfreð

Vísir.is hefur hrundið af stað áskorunarlista til Alfreðs Gíslasonar um að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Árangur Alfreðs með landsliðinu frá því hann tók við því fyrir rúmu ári hefur vakið athygli og aðdáun landsmanna. Undir hans stjórn hafa leikgleði, baráttuhugur og samheldni verið aðalsmerki landsliðshópsins.

Alfreð tekur við stjórn þýska liðsins Gummersbach á næstunni, en segist enn ekki hafa ákveðið hvort hann telji sig geta haldið áfram með landslið Íslands. Með því að birta undirskriftalistann undir hvatningarorðunum Áfram Alfreð! hvetur Vísir.is landsmenn til að sýna hug sinn í verki með því að skrifa undir áskorunina til Alfreðs.

Með sigri á Serbum á sunnudag tryggðu Íslendingar sér þátttökurétt á Evrópumótinu í Noregi, sem fer fram í janúar næstkomandi.

Undirskriftarlistanum verður síðan komið til Alfreðs í von um að hvatning landsmanna verði til þess að hann ákveði að halda áfram. Hægt er að skrifa undir áskorunina hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×