Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi, staðan að honum loknum 13-13. Síðari hálfleikur var framan af hnífjafn líkt og fyrri hálfleikur, staðan enn jöfn þegar tíu mínútur lifðu leiks.
Eftir það stungu gestirnir af og byggðu upp forystu sem heimaliðið náði ekki að vinna upp, lokatölur 24-27 og sigurinn Hauka.
Hulda Hrönn Bragadóttir var markahæst í liði heimakvenna með 8 mörk. Þar á eftir kom Perla Ruth Albertsdóttir með 5 mörk. Í markinu varði Cornelia Linnea Hermansson 12 skot.
Hjá Haukum var Elín Klara Þorkelsdóttir markahæst með 8 mörk, Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði 6 mörk og Margrét Einarsdóttir varði 7 skot í markinu.
Með sigrinum er Haukur komið með 12 stig í 2. sæti Olís-deildarinnar á meðan Selfoss er í 4. sæti með sex stig.