Gengi hlutabréfa í ítalska verktakafyrirtækin Impregilo, sem meðal annars sér um framkvæmdir á Kárahnjúkum, féll um rúm 15 prósent á hlutabréfamarkaði á Ítalíu eftir að ítalskur ríkissaksóknari þar í landi bannaði fyrirtækinu að nýta sér meinaði fyrirtækinu sjá um eyðingu úrgangs í Campaniahéraði á Ítalíu. Fyrirtækið er grunað um svik í tengslum við eyðinguna.
Í tengslum við rannsóknina hefur 750 milljóna evra greiðsla vegna sorpeyðingar á svæðinu, sem félagið hefur séð um síðastliðin sjö ár, verið stöðvuð til félagsins. Það jafngildir 63,6 milljörðum íslenskra króna.
Viðskipti voru stöðvuð með bréf í félaginu í kauphöllinni á Ítalíu í dag í tengslum við bannið. Forsvarsmenn Impregilo segjast ekki hafa neitt óhreint mjöl í pokahorninu og hafa áfrýjað úrskurðinum.