Íslenski boltinn

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í gær

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í Belgrad í Serbíu og Svartfjallalandi í gær. Fimm Íslenskir frjálsíþróttaunglingar á aldrinum 16-17 ára munu taka þátt á mótinu, en 38 Íslenskir íþróttamenn taka þátt í Ólympíuhátíðinni að þessu sinni í sjö íþróttagreinum.

Frjálsíþróttaunglingarnir sem keppa eru:

* Bjarki Gíslason, UFA, 17 ára, keppir í 110m grindahlaupi og stangarstökki.

* Snorri Sigurðarson, ÍR, 16 ára, keppir í 800m og 1500m.

* Svavar Ingvarsson, HSÞ, 16 ára, keppir í kúluvarpi og spjótkasti.

* Þorkell Einarsson, FH, 16 ára, keppir í 200m og 400m.

* Valdís Anna Þrastardóttir, ÍR, 16 ára, keppir í spjótkasti.

Frjálsíþróttakeppnin hefst í dag og stendur fram á föstudag. Seinni partinn í dag keppir Bjarki Gíslason í undanrásum 110m grindahlaupi, Svarar Ingvarsson keppir í undankeppni spjótkastsins og Snorri Sigurðsson keppir í undanrásum í 1500m hlaupi.

Flokkstjóri frjálsíþróttahópsins er Fríða Rún Þórðardóttir unglingalandsliðsþjálfari.

Frjálsíþróttasamband Íslands.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×