„Gífurlega svekkjandi augnablik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:29 Ómar Ingi fylgist með leik kvöldsins af hlíðarlínunni. vísir / viktor freyr Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira