„Gífurlega svekkjandi augnablik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:29 Ómar Ingi fylgist með leik kvöldsins af hlíðarlínunni. vísir / viktor freyr Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira