Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 22:45 Aron Sigurðarson, leikmaður KR, gegn Birki Má Sævarssyni, leikmanni Vals, Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði fimmta leiknum á útivelli í röð í kvöld. Valur vann 4-1 sigur og Aroni Sigurðarsyni, leikmanni KR, fannst úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn