Exista flaggaði í finnsku kauphöllinni í dag 20 prósenta hlut í A-hluta finnska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Sampo. Fyrirtækið átti áður 19,93 prósent í Sampo.
Viðskiptin eru meðal annars háð samþykki fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni.
Sampo Oyj á og stýrir tryggingafélaginu If, sem er leiðandi skaðatryggingafélag á Norðurlöndum, og Sampo Life, sem starfar á sviði líftrygginga og lífeyrissparnaðar í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Sampo er jafnframt umsvifamikill fjárfestir á norrænum mörkuðum og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange í Helsinki.