Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar.
Krüger var áður fjármálastjóri Pickenpack-Hussmann & Hahn frá árinu
2001.
Í tilkynningu frá Icelandic Group kemur fram að Guðmundur muni aðstoða nýjan framkvæmdastjóra á næstu mánuðum.