Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic 14. ágúst 2007 15:44 Richard Branson með líkan af einni af vélum Virgin Airlines. Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira