Sveiflukenndur dagur á Wall Street 21. ágúst 2007 21:12 Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/ AFP Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur