Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg hefur hætt við samruna sænska vöruflutningabílaframleiðandans Scania, MAN og hluta af þýska fyrirtækinu Volkswagen í bili. Gert hafði verið ráð fyrir að úr samrunanum yrði til nýr framleiðandi vöruflutningabíla.
Wallenberger á þriðjungshlut í Scania en krosseignarhald er í félögunum þremur.
Þýska útgáfa viðskiptablaðsins Financial Times hefur eftir ónafngreindum heimildamanni að ákveðið hefði verið að salta málið þar sem sala á hlut Wallenbergs til Þýskalands gæti skaðað mannorð hans í Svíþjóð.