Viðsnúningur á Wall Street 29. ágúst 2007 20:31 MYND/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira