Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hlaut áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir mynd sína Eastern Promises. Verðlaunin þykja þau mikilsverðustu á hátíðinni og þykja gefa vísbendingar um gott gengi á næstu Óskarsverðlaunahátíð.
Myndin, sem er dramatísk mafíumynd, hefur fengið góða dóma en hún skartar þeim Naomi Watts and Viggo Mortensen í aðalhlutverkum. Cronenberg var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gærkvöld en hann er nú í Bandaríkjunum að kynna myndina.