Handbolti

Björgvin: Aular að klúðra þessu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin varði vel frá Halldóri Ingólfssyni á ögurstundu í kvöld.
Björgvin varði vel frá Halldóri Ingólfssyni á ögurstundu í kvöld. Mynd/Eyþór

Björgvin Gústavsson markvörður Fram var ekki sáttur við að hafa misst leikinn gegn Haukum í jafntefli.

„Við vorum aular að klúðra þessu. Þetta var alveg skelfilegt," sagði Björgvin sem varði glæsilega frá Halldóri Ingólfssyni þegar 45 sekúndur voru til leiksloka í kvöld.

Haukar voru þá með eins marks forystu.

„Þá hélt ég að þetta væri komið. En við fáum of stutta sókn í kjölfarið. Tíminn er stoppaður af dómurunum trekk í trekk sem er alger óþarfi. Leiktíminn á að fá að ganga áfram sama þótt lítið sé eftir af leiknum."

Hann segir þó að jafnteflið hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum mikla baráttuleik.

„Við ætlum okkur að berjast um titilinn í vetur og kannski eru önnur lið að vanmeta okkur þar sem okkur var spáð fimmta sætinu. Við erum með flottan þjálfara (Ference Buday) sem er búinn að stimpla inn í okkur að við ætlum að ná langt."

Sjá einnig:

Sigurbergur tryggði Haukum jafntefli

Aron: Hefur verið góð byrjun á mótinu 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×