John Terry verður í byrjunarliði Chelsea gegn Valencia í Meistaradeildinni í kvöld.
Terry braut kinnbein og gekkst undir aðgerð á sunnudag. Fréttavefur BBC heldur því fram að hann hafi sannfært Avram Grant, stjóra Chelsea, um að hann sé leikfær.
Leikurinn er mikilvægur því Chelsea vill komast á rétta braut í Meistaradeildinni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg í fyrstu umferðinni.
Frank Lampard er enn frá vegna meiðsla en búist er við að Michael Essien verði klár í slaginn.
Sama má segja um Santiago Canizares, markvörð Valencia, og Carlos Marchena.