Handbolti

GOG lagði Holsterbro

Ásgeir Örn Hallgrímsson
Ásgeir Örn Hallgrímsson

Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið GOG vann 27-25 sigur á Holstebro þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur hjá GOG með 7 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 þrátt fyrir að geta lítið beitt skothöndinni vegna meiðsla.

Sturla Ásgeirsson skoraði 7 mörk og var næstmarkahæstur í liði Arhus sem burstaði Kolding 38-28 og þá vann Viborg sigur á Mors/Thy á útivelli 32-27.

FCK er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki - hefur hlotið 8 stig. Kolding, Frederica, Arhus og Holstebro eru jöfn í öðru sæti með 6 stig. GOG er í 8. sæti deildarinnar en á leik til góða á liðin í 4. og 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×