Liverpool lá heima 3. október 2007 20:37 Valbuena fagnar glæsilegu sigurmarki sínu á Anfield NordicPhotos/GettyImages Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira