Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Atorku hækkaði langmest skráðra félaga, eða um 8,19 prósent, og fór í 11,10 krónur á hlut og hefur aldrei verið hærra. Þá fór gengi fleiri félaga í methæðir, svo sem Landsbankans.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,83 prósent og stendur vísitalan í 8.4011 stigum.