Knattspyrnusamband Evrópu hefur kært Glasgow Celtic fyrir atvikið undir leik liðsins gegn AC Milan í vikunni.
Skömmu eftir að Celtic skoraði sigurmark sitt undir lok leiksins hljóp stuðningsmaður inn á völlinn og snerti Dida, markvörð AC Milan.
Þann 11. október mun aganefnd UEFA taka málið til skoðunar og kveða upp sinn dóm. Celtic er kært fyrir skipulagsgalla og óspektir stuðningsmanna.
Nánast öruggt er að félagið verði Celtic og svo gæti farið að félagið þyrfti að leika næsta heimaleik sinn fyrir luktum dyrum. Afar ólíklegt er þó að endurtaka þurfi leikinn.
UEFA rannsakar nú viðbrögð Dida sem lét sig falla í grasið við snertinguna með miklum tilþrifum. Hann var svo borinn af velli og hélt kælipoka við andlit sitt.
Hann hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir þennan leikaraskap.