Ó sei sei rei 9. október 2007 11:00 Friðarsúlan í Viðey hefur öðlast nýja merkingu eftir atburði síðustu daga. Hún mun öðru fremur vera til vitnis vinskapinn innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna - og vonandi, þeirra vegna, lýsa upp himinskautin vel og lengi. Ég veit samt ekki með heilindin ... sjónvarpsmyndirnar af niðurlútum borgarstjórnarflokki hægrimannanna í gær voru ekki upplitsdjarfar heldur þreytulegar. Ég greindi ekki vinsemdina. En kannski breytir friðarsúlan öllu. Það hefur annars verið sárt að fylgjast með sjöllunum síðustu daga - og af fréttamyndum gærkvöldsins var augljóst að enginn þeirra hefur náð fullum svefni síðustu nætur, allra síst Vilhjálmur borgarstjóri. Hann var gugginn í gær og vart með sjálfum sér. Mér var ekki skemmt að horfa á hann bera í bætifláka vegna REI-klúðursins í hverju sjónvarpsviðtalinu af öðru. Vilhjálmur hefur sýnst mér heill maður og vandaður og einstaklega geðugur í öllum samskiptum. Hann hefur verið góður borgarstjóri. En Vilhjálmur hefur skaðast á málinu - og situr uppi með spurningar fréttamanna um pólitísk eftirmál og eftirmenn. Það eru aldrei þægilegar spurningar. Þær sitja einhvern veginn eftir. Það er hins vegar lán Vilhjálms í stöðunni að enginn augljós eftirmaður er í liði andmælenda hans í borgarstjórnarflokknum. Þar eru allir einhvernveginn í öðru sæti. Jafnir og sléttir. Ég man í fljótu bragði ekki eftir annarri eins aðför að nokkrum borgarstjóra að hálfu eigin flokksmanna og landsmenn hafa horft upp á síðustu daga. Um nokkurt árabil hefur það ekki verið vani sjallanna að haga sér svona. Kannski eru múlbönd Davíðstímans að losna. Kannski eru flokksmenn ekki lengur eins stilltir og áður. Uppákoma sem þess hefði aldrei líðst í valdatíð Davíðs. Skjálftamælarnir á toppi Sjálfstæðisflokksins hafa hrist rækilega og spurning er hvaða efni fyllir í sprungurnar. Kannski er til eitthvert pólitískt tonnatak. Svo dofnar þetta auðvitað. Mér sýnist að íslenska leiðin verði valin; málið gleymist og fyrirsagnirnar minnka. Það er kannski í anda dagsins að engum verði fórnað vegna málsins. Lennon á afmæli - og það er að færast bítl yfir bæinn. Kannski syngur Villi. Rei-klúðrið snýst um grundvallarmál. Við eigum ekki að leika okkur með þá peninga sem við eigum ekki sjálf. Opinberir lykilstjórnendur eiga ekki að hagnast á annarra manna fé í skjóli leyndar. Það er svolítið dimmt. Og dapurt. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun
Friðarsúlan í Viðey hefur öðlast nýja merkingu eftir atburði síðustu daga. Hún mun öðru fremur vera til vitnis vinskapinn innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna - og vonandi, þeirra vegna, lýsa upp himinskautin vel og lengi. Ég veit samt ekki með heilindin ... sjónvarpsmyndirnar af niðurlútum borgarstjórnarflokki hægrimannanna í gær voru ekki upplitsdjarfar heldur þreytulegar. Ég greindi ekki vinsemdina. En kannski breytir friðarsúlan öllu. Það hefur annars verið sárt að fylgjast með sjöllunum síðustu daga - og af fréttamyndum gærkvöldsins var augljóst að enginn þeirra hefur náð fullum svefni síðustu nætur, allra síst Vilhjálmur borgarstjóri. Hann var gugginn í gær og vart með sjálfum sér. Mér var ekki skemmt að horfa á hann bera í bætifláka vegna REI-klúðursins í hverju sjónvarpsviðtalinu af öðru. Vilhjálmur hefur sýnst mér heill maður og vandaður og einstaklega geðugur í öllum samskiptum. Hann hefur verið góður borgarstjóri. En Vilhjálmur hefur skaðast á málinu - og situr uppi með spurningar fréttamanna um pólitísk eftirmál og eftirmenn. Það eru aldrei þægilegar spurningar. Þær sitja einhvern veginn eftir. Það er hins vegar lán Vilhjálms í stöðunni að enginn augljós eftirmaður er í liði andmælenda hans í borgarstjórnarflokknum. Þar eru allir einhvernveginn í öðru sæti. Jafnir og sléttir. Ég man í fljótu bragði ekki eftir annarri eins aðför að nokkrum borgarstjóra að hálfu eigin flokksmanna og landsmenn hafa horft upp á síðustu daga. Um nokkurt árabil hefur það ekki verið vani sjallanna að haga sér svona. Kannski eru múlbönd Davíðstímans að losna. Kannski eru flokksmenn ekki lengur eins stilltir og áður. Uppákoma sem þess hefði aldrei líðst í valdatíð Davíðs. Skjálftamælarnir á toppi Sjálfstæðisflokksins hafa hrist rækilega og spurning er hvaða efni fyllir í sprungurnar. Kannski er til eitthvert pólitískt tonnatak. Svo dofnar þetta auðvitað. Mér sýnist að íslenska leiðin verði valin; málið gleymist og fyrirsagnirnar minnka. Það er kannski í anda dagsins að engum verði fórnað vegna málsins. Lennon á afmæli - og það er að færast bítl yfir bæinn. Kannski syngur Villi. Rei-klúðrið snýst um grundvallarmál. Við eigum ekki að leika okkur með þá peninga sem við eigum ekki sjálf. Opinberir lykilstjórnendur eiga ekki að hagnast á annarra manna fé í skjóli leyndar. Það er svolítið dimmt. Og dapurt. -SER.