Komuhlið græðginnar 10. október 2007 11:51 Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun
Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun